Enski boltinn

Paulinho nennir ekki að læra ensku

Paulinho.
Paulinho. vísir/getty
Það er lítið um gleði í herbúðum Tottenham þessa dagana. Það gengur lítið hjá liðinu og margir leikmenn virðast vera ósáttir.

Einn þeirra er Brasilíumaðurinn Paulinho sem fær lítið að spila. Þess utan gengur honum afar illa að læra ensku.

Hann kostaði liðið 17 milljónir punda og hefur lítið sem ekkert spilað síðan Tim Sherwood tók við liðinu.

"Ég vil alltaf spila. Ég skil að það þarf að skipta reglulega í þessari deild en mér líður ekki vel eins og staðan er í dag," sagði Paulinho.

"Það hjálpar ekki til að mér gengur illa að læra ensku. Það er reyndar mér að kenna þar sem ég er latur í lærdómnum. Ég er smám saman að læra en það er langt í í að skilji allt sem fram fer. Tungumál fótboltans er auðveldara."

Þó svo hann spili ekki með Tottenham er leikmaðurinn enn í plönum Brasilíumanna fyrir HM




Fleiri fréttir

Sjá meira


×