Innlent

Skartgjarn þjófur á ferð

Gissur Sigurðsson skrifar
Glæpamennirnir vilja vera snyrtilegir eins og aðrir.
Glæpamennirnir vilja vera snyrtilegir eins og aðrir.
Þjófur braut sér leið í gegnum rúðu i hurð á fataverslun í austurborginni á öðrum tímanum í nótt.

Hann komst undan, en ekki er enn vitað hverju hann stal. Einnig var brotist inn í leikskóla í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt og þaðan stolið tölvu. Sá þjófur komst líka undan og er ófundinn.

Af öðrum erindum lögreglu er það að segja að hún tók ölvaða konu á rafmagnsvespu úr umferð í austurborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið utan í kyrrstæðan bíl og vitni urðu að atvikinu. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan að ölvuðum karlmanni hlekktist á í Hafnarfirði, þar sem hann var á ferð á stolnu reiðhjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×