Enski boltinn

Fellaini: Zabaleta fór í olnbogann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fellaini fékk áminningu fyrir brotið.
Fellaini fékk áminningu fyrir brotið. Vísir/AFP
Marouane Fellaini, leikmaður Manchester United, segir að það hafi ekki verið sig að sakast þegar City-maðurinn Pablo Zabaleta fékk olnbogaskot frá honum.

City vann leik liðanna á þriðjudagskvöld, 3-0, en Fellaini fékk áminningu fyrir umrætt atvik. Belginn stóri segir þó að um slys hafi verið að ræða og að hann hefði ekki átt skilið að fá rautt spjald.

„Þetta var ekki viljandi gert af minni hálfu,“ sagði hann í samtali við enska fjölmiðla. „Ég setti hendurnar upp til að skýla boltanum og Zabaleta fór með kjálkann í olnbogann. Það var bara óheppni af hans hálfu.“

„Tilgangurinn með hreyfingunni var ekki að meiða, heldur að skýla boltanum.“

Þar sem Michael Oliver, dómari leiksins, tók afstöðu gagnvart atvikinu í leiknum sjálfum verður það ekki tekið sérstaklega fyrir af aganefnd enska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×