Innlent

Ók undir áhrifum og þóttist vera önnur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/GVA
Hæstiréttur dæmdi í dag konu í tveggja mánaða fangelsi og til sviptingu ökuréttar ævilangt fyrir akstur undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda.

Hún var jafnframt dæmd fyrir rangar sakagiftir með því að hafa gefið lögreglu upp nafn og kennitölu annarrar konur og leitast þannig við að hún yrði sökuð um verknaðinn.

Með þessari niðurstöð Hæstaréttar voru leiðrétt mistök við ákvörðun refsingar þegar konan var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur. En með dómi héraðsdóms var konan svipt ökuréttindum í þrjá mánuði. Þar kom ekki fram að konan hefði áður sektuð eða dæmd fyrir umferðarlagabrot.

Jafnframt var konunni ekki gerð sérstök refsing með dómi héraðsdóms.

Í Hæstarétti kom það aftur á móti fram að konan hefur þrisvar áður verið svipt ökurétti. Hún ætti að baki nokkurn sakaferil og refsing konunnar var ákveðin í samræmi við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×