Innlent

Fjórir dagar fara í fund í Reykjavík

Jakob Bjarnar skrifar
Elliði Vignisson brosmildur en honum er ekki eins skemmt þegar samgöngur til Eyja berast í tal.
Elliði Vignisson brosmildur en honum er ekki eins skemmt þegar samgöngur til Eyja berast í tal. visir/pjetur
Vísir náði tali af Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, skömmu áður en hann gekk á fund umhverfis og samgöngunefndar Alþingis. „Þetta er til að upplýsa nefndina um stöðuna. Því miður er fólk ekki að átta sig á alvarleikanum,“ sagði Elliði og vísar til verkfalls undirmanna á Herjólfi, sem nú hefur staðið vikum saman og hefur sett samgöngur til Eyja úr skorðum.

Elliði nefnir sem dæmi að til þess að ná á þennan tiltekna fund, og hann væri að ferðast með Herjólfi, þyrfti hann að fara með ferjunni klukkan hálf níu í gærmorgun. Heim kæmist hann svo ekki fyrr en á mánudag þegar Herjólfur leggur frá á hádegi í Þorlákshöfn. „Það fara í þetta fjórir dagar,“ segir Elliði. Aðspurður hvort þetta þýði þá ekki að hann „neyðist“ til að lyfta sér upp í höfuðborginni, segir hann svo vera. „Jú, það er engin hætta á öðru. Það þarf að nota ferðina. En, flugfélagið Ernir flýgur reyndar til Eyja og það hjálpar til,“ segir Elliði og ítrekar að staðan sé grafalvarleg.

Uppfært 12:15

Skilja mátti fréttina sem svo að bæjarstjórinn hafi farið sjóleiðina til Reykjavíkur en ekki með flugi, en þessi er sem sagt staðan færi hann þá leiðina sem og svo margir
.


Tengdar fréttir

Eyjamenn hvattir til að þeyta bílflautur þegar Herjólfur kemur til hafnar

Aðgerðarhópur, sem nefnist Braveheart, hvetur til þess á heimasíðu Eyjafrétta að Eyjamenn fjölmenni niður á bryggju við komu Herjólfs frá Þorlákshöfn í dag og þeyti þar bílflalutur sínar til að mótmæla seinagangi í samningum undirmanna á Herjólfi og útgerðarinnar.

Elliði brjálaður vegna lokunar flugvallarins í Eyjum

„Þegar ég fékk þessa tilkynningu kíkti ég bakvið hurð til að athuga hvort Auðunn Blöndal væri þar og ég væri í falinni myndavél,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×