Innlent

Flug til Vestmannaeyja mun ekki skerðast

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Vísir/Pjetur/GVA
„Þetta mál hefur verið leyst á þann hátt að það verða engar tímabundnar lokanir á flugvellinum í Vestmannaeyjum á næstunni, sérstaklega ekki á meðan Herjólfur gengur ekki um helgar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.

Fyrr í dag barst tilkynning frá Isavia, sem sér um rekstur á flugvellinum í Vestmannaeyjum, að flugvellinum yrði lokað á laugardögum, að minnsta kosti fram til loka aprílmánaðar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja lýsti yfir mikilli óánægju með ákvörðunina í samtali við Vísi í dag.

Ráðaneytinu ekki kunnugt um ákvörðunina

Hanna Birna segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um þessa einstöku framkvæmd af hálfu Isavia. „En við höfum nú kannað málið og Isavia hefur endurskoðað þetta. Þannig að nú ættu allir að vera öruggir um flugsamgöngurnar til Eyja. Við munum vinna breytingar á flugsamgöngum í samráði við bæjaryfirvöld þannig að allir eigi að geta vel við unað.“

Minni fjárframlög en ekki endilega þjónustuskerðing

Hanna Birna segir nauðsynlegt að endurskoða rekstur á innanlandsflugi, því fjárframlög til þess fari minnkandi. „Við þurfum að endurskoða ýmislegt en viljum gera það í samráði við sveitarfélög. Við viljum reyna að halda þjónustustiginu sem hæstu. Minni fjárframlög þýða ekki endilega þjónustuskerðingu,“ útskýrir Hanna Birna.


Tengdar fréttir

Elliði brjálaður vegna lokunar flugvallarins í Eyjum

„Þegar ég fékk þessa tilkynningu kíkti ég bakvið hurð til að athuga hvort Auðunn Blöndal væri þar og ég væri í falinni myndavél,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×