Elliði brjálaður vegna lokunar flugvallarins í Eyjum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. mars 2014 14:14 Engar samgöngur verða til og frá Vestmannaeyjum á laugardaginn ef að líkum lætur. „Þegar ég fékk þessa tilkynningu kíkti ég bakvið hurð til að athuga hvort Auðunn Blöndal væri þar og ég væri í falinni myndavél,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun Isavia að loka flugvellinum í Vestmannaeyjum á laugardögum, að minnsta kosti til loka aprílmánaðar. Þetta þýðir að á laugardaginn kemur verða líklega engar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum, því kjarabarátta áhafnar Herjólfs felur í sér yfirvinnubann og siglir báturinn því ekki um helgar og afar langt ber á milli í kröfum áhafnarinnar og tilboði rekstraraðila Herjólfs. Elliði furðar sig á þessari ákvörðun, en hann fékk að vita um lokun flugvallarins rétt í þessu, með þriggja daga fyrirvara. „Ég spyr bara, er þetta fólk ekki með öllum mjalla?“Hæstu skattgreiðendur á landinu Elliði segir nútíma byggðarlög þrífast á samgöngum. „Það tekur allt afl úr svona samfélögum þegar samgöngur leggjast niður. Vestmannaeyingar eru hæstu skattgreiðendur landsins og það er ljóst að með þessu virðingar- og skeytingarleysi er verið að koma í veg fyrir að við getum framleitt verðmæti, þetta er komið langt út fyrir alla skynsemi.“Í raun og veru rothöggið Samgöngur hafa verið stopular undanfarið og nú segir Elliði botninn hafa tekið úr. „Já, þetta er í raun og veru rothöggið. Flugfélagið Ernir hafa sinnt okkar þörfum mjög vel og staðið sig með prýði. En nú á að loka flugvellinum svo við getum ekki notið þeirra þjónustu.“ Elliði tekur þó fram að hægt verði að opna flugvöllinn ef eitthvað mikið beri við, en það kosti sitt. Elliði mun setja sig í samband við innanríkisráðherra og krefjast þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð, sem hann býst við að verði raunin. „En það er ótrúlegt að þurfa að heyra í ráðherra vegna málsins. Þetta er svona eins og hafa samband við heilbrgiðisráðherra til þess að fá magnyl.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
„Þegar ég fékk þessa tilkynningu kíkti ég bakvið hurð til að athuga hvort Auðunn Blöndal væri þar og ég væri í falinni myndavél,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun Isavia að loka flugvellinum í Vestmannaeyjum á laugardögum, að minnsta kosti til loka aprílmánaðar. Þetta þýðir að á laugardaginn kemur verða líklega engar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum, því kjarabarátta áhafnar Herjólfs felur í sér yfirvinnubann og siglir báturinn því ekki um helgar og afar langt ber á milli í kröfum áhafnarinnar og tilboði rekstraraðila Herjólfs. Elliði furðar sig á þessari ákvörðun, en hann fékk að vita um lokun flugvallarins rétt í þessu, með þriggja daga fyrirvara. „Ég spyr bara, er þetta fólk ekki með öllum mjalla?“Hæstu skattgreiðendur á landinu Elliði segir nútíma byggðarlög þrífast á samgöngum. „Það tekur allt afl úr svona samfélögum þegar samgöngur leggjast niður. Vestmannaeyingar eru hæstu skattgreiðendur landsins og það er ljóst að með þessu virðingar- og skeytingarleysi er verið að koma í veg fyrir að við getum framleitt verðmæti, þetta er komið langt út fyrir alla skynsemi.“Í raun og veru rothöggið Samgöngur hafa verið stopular undanfarið og nú segir Elliði botninn hafa tekið úr. „Já, þetta er í raun og veru rothöggið. Flugfélagið Ernir hafa sinnt okkar þörfum mjög vel og staðið sig með prýði. En nú á að loka flugvellinum svo við getum ekki notið þeirra þjónustu.“ Elliði tekur þó fram að hægt verði að opna flugvöllinn ef eitthvað mikið beri við, en það kosti sitt. Elliði mun setja sig í samband við innanríkisráðherra og krefjast þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð, sem hann býst við að verði raunin. „En það er ótrúlegt að þurfa að heyra í ráðherra vegna málsins. Þetta er svona eins og hafa samband við heilbrgiðisráðherra til þess að fá magnyl.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira