„Benjamín er sterkasti krakki sem ég þekki“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. mars 2014 19:53 Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ mynd/björn harðarsonFjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira