Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Kína

Ólína G. Viðarsdóttir.
Ólína G. Viðarsdóttir.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar gegn liði Kína á Algarve-mótinu í dag. Þetta er þriðji leikur Íslands á mótinu.

Liðið tapaði gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en vann svo flottan sigur á Noregi í þeim næsta.

Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 17.30. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum. Með sigri tryggir Ísland sér annað sæti riðilsins.

Sandra Sigurðardóttir kemur inn í liðið og því hafa allir þrír markverðir Íslands spilað leik. Ólína G. Viðarsdóttir hefur jafnað sig af meiðslum og byrjar leikinn.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir, Mist Edvardsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir.

Miðjumenn: Ásgerður S. Baldursdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir.

Kantmenn: Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir.

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×