Lífið

Kate Hudson er andlit Lindex

Marín Manda skrifar
Leikkonan Kate Hudson hefur verið valin sem andlit sænsku Lindex fatakeðjunnunar.

„Við erum í skýjunum yfir því að vinna með Kate Hudson. Mér finnst Kate túlka tískuna okkar fullkomlega, bæði með hlýjum og geislandi persónuleika sem og augljósri tískumeðvitund sinni”, segir Johan Hallin, markaðstjóri Lindex.

Hudson sem er tveggja barna móðir þótti verðugur fulltrúi Lindex en hún er ekki einungis þekkt fyrir leikhæfileika sína heldur einnig  fyrir heilbrigðan lífstíl, heilsteyptan persónuleika og fegurð. Ástríðan fyrir tísku hefur ávallt verið til staðar.



“Ég hef virkilega notið þess að vinna með Lindex að þessari herferð. Flíkurnar veita frjálslegan bóhem innblástur. Stíllinn er áreynslulaus og þægilegur. Þetta eru mjög flottar línur sem ég held að konur muni elska,” lét Kate Hudson hafa eftir sér. 



Fatalínurnar eru þrjár eru væntanlegar í Lindex í Smáralind þann 19.mars.

Blómamunstur verður vinsælt í sumarlínu Lindex.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.