Fékk lágmarksrefsingu fyrir kókaínsmygl í Argentínu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2014 18:30 Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Argentínu fyrir kókaínsmygl. Maðurinn, sem er tuttugu og tveggja ára, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires í Argentínu tíunda október á síðasta ári. Þá var hann með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Dæmt var í málinu í byrjun þessa mánaðar. Dómurinn er sem fyrr segir fjögur og hálft ár, en það er lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi. Þetta var fyrsta brot mannsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er búist við að hann þurfi ekki að afplána nema hluta dómsins. Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu er ekki samningur á milli Íslands og Argentínu um afplánunarskipti. Eftir handtökuna í október var maðurinn færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Með aðstoð ræðismanns Íslands í Argentínu var hann skömmu síðar færður í skaplegra fangelsi sem er fyrst og fremst ætlað útlendingum. Þar eru aðstæður aðrar og mun betri. Óvíst er hvort hann kemur til með að dvelja þar áfram eða hvort hann verði færður nú þegar dæmt hefur verið í málinu. Maðurinn fór frá Íslandi í ágúst síðastliðnum eftir að hafa tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Hann var á leið frá Argentínu til Alicante á Spáni þegar hann var stoppaður af lögreglu á flugvellinum.Fréttina í heild sinni má sjá eftir rúmar þrettán mínútur í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36 Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Argentínu fyrir kókaínsmygl. Maðurinn, sem er tuttugu og tveggja ára, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires í Argentínu tíunda október á síðasta ári. Þá var hann með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Dæmt var í málinu í byrjun þessa mánaðar. Dómurinn er sem fyrr segir fjögur og hálft ár, en það er lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi. Þetta var fyrsta brot mannsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er búist við að hann þurfi ekki að afplána nema hluta dómsins. Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu er ekki samningur á milli Íslands og Argentínu um afplánunarskipti. Eftir handtökuna í október var maðurinn færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Með aðstoð ræðismanns Íslands í Argentínu var hann skömmu síðar færður í skaplegra fangelsi sem er fyrst og fremst ætlað útlendingum. Þar eru aðstæður aðrar og mun betri. Óvíst er hvort hann kemur til með að dvelja þar áfram eða hvort hann verði færður nú þegar dæmt hefur verið í málinu. Maðurinn fór frá Íslandi í ágúst síðastliðnum eftir að hafa tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Hann var á leið frá Argentínu til Alicante á Spáni þegar hann var stoppaður af lögreglu á flugvellinum.Fréttina í heild sinni má sjá eftir rúmar þrettán mínútur í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36 Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36
Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00