Fékk lágmarksrefsingu fyrir kókaínsmygl í Argentínu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2014 18:30 Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Argentínu fyrir kókaínsmygl. Maðurinn, sem er tuttugu og tveggja ára, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires í Argentínu tíunda október á síðasta ári. Þá var hann með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Dæmt var í málinu í byrjun þessa mánaðar. Dómurinn er sem fyrr segir fjögur og hálft ár, en það er lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi. Þetta var fyrsta brot mannsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er búist við að hann þurfi ekki að afplána nema hluta dómsins. Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu er ekki samningur á milli Íslands og Argentínu um afplánunarskipti. Eftir handtökuna í október var maðurinn færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Með aðstoð ræðismanns Íslands í Argentínu var hann skömmu síðar færður í skaplegra fangelsi sem er fyrst og fremst ætlað útlendingum. Þar eru aðstæður aðrar og mun betri. Óvíst er hvort hann kemur til með að dvelja þar áfram eða hvort hann verði færður nú þegar dæmt hefur verið í málinu. Maðurinn fór frá Íslandi í ágúst síðastliðnum eftir að hafa tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Hann var á leið frá Argentínu til Alicante á Spáni þegar hann var stoppaður af lögreglu á flugvellinum.Fréttina í heild sinni má sjá eftir rúmar þrettán mínútur í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36 Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Argentínu fyrir kókaínsmygl. Maðurinn, sem er tuttugu og tveggja ára, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires í Argentínu tíunda október á síðasta ári. Þá var hann með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Dæmt var í málinu í byrjun þessa mánaðar. Dómurinn er sem fyrr segir fjögur og hálft ár, en það er lágmarksrefsing fyrir brot af þessu tagi. Þetta var fyrsta brot mannsins og samkvæmt heimildum fréttastofu er búist við að hann þurfi ekki að afplána nema hluta dómsins. Samkvæmt upplýsingum frá Innanríkisráðuneytinu er ekki samningur á milli Íslands og Argentínu um afplánunarskipti. Eftir handtökuna í október var maðurinn færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Með aðstoð ræðismanns Íslands í Argentínu var hann skömmu síðar færður í skaplegra fangelsi sem er fyrst og fremst ætlað útlendingum. Þar eru aðstæður aðrar og mun betri. Óvíst er hvort hann kemur til með að dvelja þar áfram eða hvort hann verði færður nú þegar dæmt hefur verið í málinu. Maðurinn fór frá Íslandi í ágúst síðastliðnum eftir að hafa tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Hann var á leið frá Argentínu til Alicante á Spáni þegar hann var stoppaður af lögreglu á flugvellinum.Fréttina í heild sinni má sjá eftir rúmar þrettán mínútur í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36 Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald. 12. október 2013 19:36
Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Íslendingurinn sem situr inni í Buenos Aires fór frá Íslandi í ágúst og sagði fjölskyldunni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Við handtökuna var hann á leið til Spánar. Getur nú fengið peninga senda frá Íslandi. 15. október 2013 07:00