Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Stígur Helgason skrifar 15. október 2013 07:00 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er handtekinn fyrir fíkniefnasmygl á Ezeiza-flugvellinum í Buenos Aires. Nordicphotos/AFP Íslenska utanríkisþjónustan kom því til leiðar um helgina að ungi, íslenski maðurinn sem gripinn var við kókaínsmygl til Buenos Aires í Argentínu á fimmtudag var fluttur í skaplegra fangelsi, fyrst og fremst ætlað útlendingum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1991, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires á fimmtudaginn með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þá á leiðinni úr landi, til Alicante á Spáni. Maðurinn var færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Í samráði við sendiráð Íslands í Washington gekk Daniel Koltonski, ræðismaður Íslands í Argentínu, í það að útvega manninum lögfræðing og fá hann fluttan í annað fangelsi, sem gekk eftir. Þar munu aðstæður vera allt aðrar og betri. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn verið í sambandi við fjölskyldu sína og auk þess hefur verið tryggt að aðstandendur muni geta komið til hans fjármunum þegar og ef það reynist nauðsynlegt fyrir lögmannskostnaði og öðru. Almennt eru fjármagnsflutningar til og frá Argentínu vandkvæðum bundnir vegna gjaldeyrishafta. Maðurinn mun hafa farið frá Íslandi í ágúst síðastliðnum og síðan tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Eftir það spurðist lítið til hans, þangað til hann var handtekinn fyrir helgi. Alls er óvíst hversu langan tíma meðferð málsins ytra mun taka en það gætu þó orðið margir mánuðir. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa íslensk lögregluyfirvöld enn ekki fengið málið inn á borð til sín, þótt búist sé við að svo verði.. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Sjá meira
Íslenska utanríkisþjónustan kom því til leiðar um helgina að ungi, íslenski maðurinn sem gripinn var við kókaínsmygl til Buenos Aires í Argentínu á fimmtudag var fluttur í skaplegra fangelsi, fyrst og fremst ætlað útlendingum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1991, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires á fimmtudaginn með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þá á leiðinni úr landi, til Alicante á Spáni. Maðurinn var færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Í samráði við sendiráð Íslands í Washington gekk Daniel Koltonski, ræðismaður Íslands í Argentínu, í það að útvega manninum lögfræðing og fá hann fluttan í annað fangelsi, sem gekk eftir. Þar munu aðstæður vera allt aðrar og betri. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn verið í sambandi við fjölskyldu sína og auk þess hefur verið tryggt að aðstandendur muni geta komið til hans fjármunum þegar og ef það reynist nauðsynlegt fyrir lögmannskostnaði og öðru. Almennt eru fjármagnsflutningar til og frá Argentínu vandkvæðum bundnir vegna gjaldeyrishafta. Maðurinn mun hafa farið frá Íslandi í ágúst síðastliðnum og síðan tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Eftir það spurðist lítið til hans, þangað til hann var handtekinn fyrir helgi. Alls er óvíst hversu langan tíma meðferð málsins ytra mun taka en það gætu þó orðið margir mánuðir. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa íslensk lögregluyfirvöld enn ekki fengið málið inn á borð til sín, þótt búist sé við að svo verði..
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?