Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Stígur Helgason skrifar 15. október 2013 07:00 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er handtekinn fyrir fíkniefnasmygl á Ezeiza-flugvellinum í Buenos Aires. Nordicphotos/AFP Íslenska utanríkisþjónustan kom því til leiðar um helgina að ungi, íslenski maðurinn sem gripinn var við kókaínsmygl til Buenos Aires í Argentínu á fimmtudag var fluttur í skaplegra fangelsi, fyrst og fremst ætlað útlendingum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1991, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires á fimmtudaginn með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þá á leiðinni úr landi, til Alicante á Spáni. Maðurinn var færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Í samráði við sendiráð Íslands í Washington gekk Daniel Koltonski, ræðismaður Íslands í Argentínu, í það að útvega manninum lögfræðing og fá hann fluttan í annað fangelsi, sem gekk eftir. Þar munu aðstæður vera allt aðrar og betri. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn verið í sambandi við fjölskyldu sína og auk þess hefur verið tryggt að aðstandendur muni geta komið til hans fjármunum þegar og ef það reynist nauðsynlegt fyrir lögmannskostnaði og öðru. Almennt eru fjármagnsflutningar til og frá Argentínu vandkvæðum bundnir vegna gjaldeyrishafta. Maðurinn mun hafa farið frá Íslandi í ágúst síðastliðnum og síðan tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Eftir það spurðist lítið til hans, þangað til hann var handtekinn fyrir helgi. Alls er óvíst hversu langan tíma meðferð málsins ytra mun taka en það gætu þó orðið margir mánuðir. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa íslensk lögregluyfirvöld enn ekki fengið málið inn á borð til sín, þótt búist sé við að svo verði.. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Íslenska utanríkisþjónustan kom því til leiðar um helgina að ungi, íslenski maðurinn sem gripinn var við kókaínsmygl til Buenos Aires í Argentínu á fimmtudag var fluttur í skaplegra fangelsi, fyrst og fremst ætlað útlendingum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1991, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires á fimmtudaginn með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þá á leiðinni úr landi, til Alicante á Spáni. Maðurinn var færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Í samráði við sendiráð Íslands í Washington gekk Daniel Koltonski, ræðismaður Íslands í Argentínu, í það að útvega manninum lögfræðing og fá hann fluttan í annað fangelsi, sem gekk eftir. Þar munu aðstæður vera allt aðrar og betri. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn verið í sambandi við fjölskyldu sína og auk þess hefur verið tryggt að aðstandendur muni geta komið til hans fjármunum þegar og ef það reynist nauðsynlegt fyrir lögmannskostnaði og öðru. Almennt eru fjármagnsflutningar til og frá Argentínu vandkvæðum bundnir vegna gjaldeyrishafta. Maðurinn mun hafa farið frá Íslandi í ágúst síðastliðnum og síðan tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Eftir það spurðist lítið til hans, þangað til hann var handtekinn fyrir helgi. Alls er óvíst hversu langan tíma meðferð málsins ytra mun taka en það gætu þó orðið margir mánuðir. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa íslensk lögregluyfirvöld enn ekki fengið málið inn á borð til sín, þótt búist sé við að svo verði..
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira