„Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. mars 2014 13:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/gva Grétar Hallur Þórisson er eigandi hryssunnar sem var misþyrmt í gær. Hann segir erfitt að hugsa til þess að fólk með kenndir sem þessar skuli ganga um laust og vonar að gerandinn finnist. „Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst. Þetta er bara óhuggulegt,“ segir Grétar. Grétar kom að hryssunni liggjandi og sá sárið, sem var 5 sentimetra langt og sentimetra djúpt. Allt bendir til þess að hryssan hafi verið beitt eggvopni. „Ég fór í mitt venjubundna rölt inn fyrir girðinguna og sá hryssuna liggja þarna. Sárið er svo beint og djúpt að ekkert bendir til þess að hryssan hafi getað gert sér þetta sjálf.“ „Þetta er nánast á hlaðinu heima. Maður verður ansi mikið var við það ef einhver er á ferli.“ Til mikillar lukku er hryssan ekki kvalin og komin á hús. Grétar ætlar að halda henni inni í einhvern tíma áður en hún fer út aftur. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en enginn liggur undir grun. Mál sem þessi hafa ítrekað komið upp síðastliðin ár víðsvegar um landið og hefur þetta vakið upp mikinn óhug. Tengdar fréttir Nokkrir yfirheyrðir vegna hestaníðs í Skagafirði Lögregla hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við hestaníðingsmál sem kom upp á einu þekktasta hrossabúi landsins fyrir skömmu. Þá fundust þrjár hryssur með skurði á kynfærum og á snoppu, en skurðirnir eru taldir vera af mannavöldum. 27. júní 2011 18:45 Lögreglan óskar eftir ábendingum vegna dýraníðs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir ábendingum frá almenningi vegna rannsóknar misþyrmingu á hryssu í hesthúsi við Heimsenda í Kópavogi. Atvikið varð 18. október síðastliðinn. 21. október 2011 20:32 Áríðandi að tilkynna níðið strax „Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi strax samband við lögreglu, sé minnsti grunur um að hryssum hafi verið misþyrmt.“ Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 25. október 2011 05:00 Hestaripperinn ófundinn Lögreglunni á Egilsstöðum hafa engar vísbendingar borist í tengslum við rannsókn á meintu dýraníði en í liðinni viku sá hestamaður þar tvo skurði á kynfærum hryssu sem taldir eru hafa verið veittir henni með eggvopni. Málið var kært til lögreglu en enginn liggur undir grun um níðið. Vísir greindi frá því fyrir helgi að hestamenn á svæðinu séu slegnir óhug vegna atviksins og finnist erfitt að ímynda sér að um manna verk hafi verið að ræða. Umráðamaður hryssunnar sagðist hreinlega ekki geta lýst því hversu ógeðslegt þetta mál sé. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kallaði til lögreglu eftir að honum var tilkynnt um áverkana og hefur hann aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. Hestamaðurinn sem fann áverkana óttast að þarna hafi verið um svokallaðan "hestaripper“ að ræða sem ráðist að saklausum dýrum og misþyrmi þeim. Lögreglu hafa engar aðrar tilkynningar borist um viðlíka áverka. 16. maí 2011 14:32 Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12 Óttast að hér sé "hestaripper" á ferð Hestamaðurinn sem uppgötvaði skurði á kynfærum hryssu um helgina hefur ritað greinargerð um fyrirbærið "hestaripper“ sem hann ætlar að koma til lögreglunnar á Egilsstöðum, lögreglumönnum til upplýsingar. Þá hefur hann einnig mælst til þess að greinargerðin verði hengd upp í hesthúsum þannig að hestaeigendur séu meðvitaðir um hættuna. Höfundur greinargerðarinnar heitir Ólafur Guðgeirsson og er heila- og taugaskurðlæknir. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. Eftir að Ólafur komst fann skurðina á hryssunni sökkti hann sér í þýskar fræðibækur, en sjálfur var hann við nám í Þýskalandi. Þar í landi gengu menn sem misþyrmdu hrossum á þennan hátt undir heitinu "pferderipper.“ "Þetta glæpsamlega tortímingaræði flokkast undir (zoosadisma) dýraníðingsskap. Í hópnum eru kvennaraðmorðingjar, en við yfirheyrslur margra þeirra í Þýskalandi er oft fyrri saga um dýraníðingsskap, raðáverka eða raðmorð. Einnig játuðu flestir að vera kvennahatarar,“ segir í greinrgerð Ólafs, en þar kemur fram að hann sækir fróðleik sinn til þýskra sérfræðinga. Ólafur segir að þegar í ljós kom að um áverka af mannavöldum var að ræða á hryssunni, eftir því sem komist er næst, hafi hann munað eftir fjölmiðlaumfjöllun um hestarippera frá námsárunum í Þýskalandi. "Þá var ákveðið að í stað þess að hlífa almenningi við þessum staðreyndum þá var fjallað um þetta opinskátt. Þannig væru meiri líkur á að níðingarnir kæmust í viðeigandi meðferð eða á bak við lás og slá,“ segir hann. Ólafur segir það ekki hafa verið tekið út með sældinni að lesa sér til um jafn viðurstyggilega hluti og dýraníð. "Það var hörmulegt að þurfa að vinna þetta. Ég gerði það með miklum stunum. Mér leið mjög illa meðan ég var að vinna úr þessu,“ segir hann. 12. maí 2011 14:33 Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04 Enn ein hryssan fyrir barðinu á dýraníðingi Enn ein hryssan varð fyrir barðinu á níðingi eða níðingum fyrr í vikunni er hún reyndist vera með djúpan skurð í leggöngum og annan minni á ytri kynfærum, þegar ódæðið komst upp. Málið var kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær. Er þetta fjórða níðingsmálið sem kært er til lögreglu á undanförnum mánuðum. 21. október 2011 07:00 Meint dýraníð: "Getur bara ekki lýst því hvað þetta er ógeðslegt" "Menn eru bara dofnir," segir umráðamaður hryssu sem talið er að hafi verið skorin í kynfærin með eggvopni. Honum var virkilega brugðið þegar hann fékk fregnir af því að grunur léki á dýraníðingur hafi ráðist á hryssuna og skorið í skeið hennar. "Maður getur bara ekki lýst því hvað þetta er ógeðslegt," segir hann. Vísir greindi frá því í gær að meint dýraníð hefði verið kært til lögreglunnar á Egilsstöðum eftir að tveir skurðir fundust í skeið hryssunnar, eins og sjö sentimetra langir. Lögreglan hefur engar vísbendingar fengið um hver hefur getað verið þarna að verki og er málið í rannsókn. Hestamenn á svæðinu eru slegnir óhug vegna atviksins og finnst erfitt að ímynda sér að þarna hafi í raun verið um mannanna verk að ræða. Tíðkast hefur víða á Héraði að hesthús séu ólæst en nú er svo komið að vegna ótta um öryggi hrossanna tryggja menn sérstaklega að hesthúsin séu læst. "Við erum farin að læsa hjá okkur," segir umráðamaður hryssunnar og tekur fram að það eigi við um fleiri hestamenn á svæðinu. Hryssan er á batavegi en hún var hin rólegasta við skoðun dýralæknis eftir að tilkynnt var um áverkana á sunnudag. Þá taldi læknir að áverkarnir væru um 8 til 24 tíma gamlir. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, sem hlúði að hryssunni eftir að tilkynnt var um áverkana, sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. 13. maí 2011 14:35 Skurðir á kynfærum hryssu - lögreglan kölluð til Lögð hefur verið fram kæra til lögreglunnar á Egilsstöðum um meint dýraníð eftir að áverkar, sem taldir eru af völdum eggvopns, fundust á innanverðum kynfærum hryssu. Þetta staðfestir Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum. Um er að ræða tvo skurði í skeið hryssunnar, eins og sjö sentimetra langa. Ekki hafa komið fram vísbendingar um hver var þarna að verki. Héraðsdýralæknir var kallaður til á sunnudag eftir að hestamaður varð var við grunsamlega áverka og óeðlilega blæðingu úr skeið hryssu. "Manni bregður nú við að sjá svona," segir Hjörtur. Hestamaðurinn var í útreiðartúr á svæðinu ásamt eiginkonu sinni þegar hann tók eftir blóðblettum aftan á lærum umræddrar hryssu. Eftir komu í hesthús skoðaði hann blettina, lyfti taglinu og uppgötvaði þá blæðingu úr skeiðinni. Við nánari athugun kom í ljós skurður í neðra skeiðaropi og einhvers konar búlga innar í skeið. Hafði viðkomandi þá samband við héraðsdýralækni. "Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig þessir áverkar gætu verið af völdum hryssunnar sjálfrar eða annarra dýra," segir Hjörtur og telur því að ekki sé um annað en mannaverk að ræða. Lögregla var kölluð til og tók myndir af áverkum. Hjörtur telur að á þeim tíma hafi áverkarnir verið á bilinu 8 til 24 klukkustunda gamlir. "Ég legg til í skýrslu að þetta verði skráð sem meint dýraníð," segir Hjörtur. Enginn liggur undir grun um verknaðinn. Hjörtur hefur aldrei séð viðlíka áverka á hestum en segist hafa heyrt um það þegar hann var við nám í Svíþjóð að dæmi væri um að fólk misþyrmdi dýrum illilega, og þá jafnvel með eggvopni. 12. maí 2011 13:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Grétar Hallur Þórisson er eigandi hryssunnar sem var misþyrmt í gær. Hann segir erfitt að hugsa til þess að fólk með kenndir sem þessar skuli ganga um laust og vonar að gerandinn finnist. „Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst. Þetta er bara óhuggulegt,“ segir Grétar. Grétar kom að hryssunni liggjandi og sá sárið, sem var 5 sentimetra langt og sentimetra djúpt. Allt bendir til þess að hryssan hafi verið beitt eggvopni. „Ég fór í mitt venjubundna rölt inn fyrir girðinguna og sá hryssuna liggja þarna. Sárið er svo beint og djúpt að ekkert bendir til þess að hryssan hafi getað gert sér þetta sjálf.“ „Þetta er nánast á hlaðinu heima. Maður verður ansi mikið var við það ef einhver er á ferli.“ Til mikillar lukku er hryssan ekki kvalin og komin á hús. Grétar ætlar að halda henni inni í einhvern tíma áður en hún fer út aftur. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en enginn liggur undir grun. Mál sem þessi hafa ítrekað komið upp síðastliðin ár víðsvegar um landið og hefur þetta vakið upp mikinn óhug.
Tengdar fréttir Nokkrir yfirheyrðir vegna hestaníðs í Skagafirði Lögregla hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við hestaníðingsmál sem kom upp á einu þekktasta hrossabúi landsins fyrir skömmu. Þá fundust þrjár hryssur með skurði á kynfærum og á snoppu, en skurðirnir eru taldir vera af mannavöldum. 27. júní 2011 18:45 Lögreglan óskar eftir ábendingum vegna dýraníðs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir ábendingum frá almenningi vegna rannsóknar misþyrmingu á hryssu í hesthúsi við Heimsenda í Kópavogi. Atvikið varð 18. október síðastliðinn. 21. október 2011 20:32 Áríðandi að tilkynna níðið strax „Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi strax samband við lögreglu, sé minnsti grunur um að hryssum hafi verið misþyrmt.“ Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 25. október 2011 05:00 Hestaripperinn ófundinn Lögreglunni á Egilsstöðum hafa engar vísbendingar borist í tengslum við rannsókn á meintu dýraníði en í liðinni viku sá hestamaður þar tvo skurði á kynfærum hryssu sem taldir eru hafa verið veittir henni með eggvopni. Málið var kært til lögreglu en enginn liggur undir grun um níðið. Vísir greindi frá því fyrir helgi að hestamenn á svæðinu séu slegnir óhug vegna atviksins og finnist erfitt að ímynda sér að um manna verk hafi verið að ræða. Umráðamaður hryssunnar sagðist hreinlega ekki geta lýst því hversu ógeðslegt þetta mál sé. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kallaði til lögreglu eftir að honum var tilkynnt um áverkana og hefur hann aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. Hestamaðurinn sem fann áverkana óttast að þarna hafi verið um svokallaðan "hestaripper“ að ræða sem ráðist að saklausum dýrum og misþyrmi þeim. Lögreglu hafa engar aðrar tilkynningar borist um viðlíka áverka. 16. maí 2011 14:32 Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12 Óttast að hér sé "hestaripper" á ferð Hestamaðurinn sem uppgötvaði skurði á kynfærum hryssu um helgina hefur ritað greinargerð um fyrirbærið "hestaripper“ sem hann ætlar að koma til lögreglunnar á Egilsstöðum, lögreglumönnum til upplýsingar. Þá hefur hann einnig mælst til þess að greinargerðin verði hengd upp í hesthúsum þannig að hestaeigendur séu meðvitaðir um hættuna. Höfundur greinargerðarinnar heitir Ólafur Guðgeirsson og er heila- og taugaskurðlæknir. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. Eftir að Ólafur komst fann skurðina á hryssunni sökkti hann sér í þýskar fræðibækur, en sjálfur var hann við nám í Þýskalandi. Þar í landi gengu menn sem misþyrmdu hrossum á þennan hátt undir heitinu "pferderipper.“ "Þetta glæpsamlega tortímingaræði flokkast undir (zoosadisma) dýraníðingsskap. Í hópnum eru kvennaraðmorðingjar, en við yfirheyrslur margra þeirra í Þýskalandi er oft fyrri saga um dýraníðingsskap, raðáverka eða raðmorð. Einnig játuðu flestir að vera kvennahatarar,“ segir í greinrgerð Ólafs, en þar kemur fram að hann sækir fróðleik sinn til þýskra sérfræðinga. Ólafur segir að þegar í ljós kom að um áverka af mannavöldum var að ræða á hryssunni, eftir því sem komist er næst, hafi hann munað eftir fjölmiðlaumfjöllun um hestarippera frá námsárunum í Þýskalandi. "Þá var ákveðið að í stað þess að hlífa almenningi við þessum staðreyndum þá var fjallað um þetta opinskátt. Þannig væru meiri líkur á að níðingarnir kæmust í viðeigandi meðferð eða á bak við lás og slá,“ segir hann. Ólafur segir það ekki hafa verið tekið út með sældinni að lesa sér til um jafn viðurstyggilega hluti og dýraníð. "Það var hörmulegt að þurfa að vinna þetta. Ég gerði það með miklum stunum. Mér leið mjög illa meðan ég var að vinna úr þessu,“ segir hann. 12. maí 2011 14:33 Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04 Enn ein hryssan fyrir barðinu á dýraníðingi Enn ein hryssan varð fyrir barðinu á níðingi eða níðingum fyrr í vikunni er hún reyndist vera með djúpan skurð í leggöngum og annan minni á ytri kynfærum, þegar ódæðið komst upp. Málið var kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær. Er þetta fjórða níðingsmálið sem kært er til lögreglu á undanförnum mánuðum. 21. október 2011 07:00 Meint dýraníð: "Getur bara ekki lýst því hvað þetta er ógeðslegt" "Menn eru bara dofnir," segir umráðamaður hryssu sem talið er að hafi verið skorin í kynfærin með eggvopni. Honum var virkilega brugðið þegar hann fékk fregnir af því að grunur léki á dýraníðingur hafi ráðist á hryssuna og skorið í skeið hennar. "Maður getur bara ekki lýst því hvað þetta er ógeðslegt," segir hann. Vísir greindi frá því í gær að meint dýraníð hefði verið kært til lögreglunnar á Egilsstöðum eftir að tveir skurðir fundust í skeið hryssunnar, eins og sjö sentimetra langir. Lögreglan hefur engar vísbendingar fengið um hver hefur getað verið þarna að verki og er málið í rannsókn. Hestamenn á svæðinu eru slegnir óhug vegna atviksins og finnst erfitt að ímynda sér að þarna hafi í raun verið um mannanna verk að ræða. Tíðkast hefur víða á Héraði að hesthús séu ólæst en nú er svo komið að vegna ótta um öryggi hrossanna tryggja menn sérstaklega að hesthúsin séu læst. "Við erum farin að læsa hjá okkur," segir umráðamaður hryssunnar og tekur fram að það eigi við um fleiri hestamenn á svæðinu. Hryssan er á batavegi en hún var hin rólegasta við skoðun dýralæknis eftir að tilkynnt var um áverkana á sunnudag. Þá taldi læknir að áverkarnir væru um 8 til 24 tíma gamlir. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, sem hlúði að hryssunni eftir að tilkynnt var um áverkana, sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. 13. maí 2011 14:35 Skurðir á kynfærum hryssu - lögreglan kölluð til Lögð hefur verið fram kæra til lögreglunnar á Egilsstöðum um meint dýraníð eftir að áverkar, sem taldir eru af völdum eggvopns, fundust á innanverðum kynfærum hryssu. Þetta staðfestir Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum. Um er að ræða tvo skurði í skeið hryssunnar, eins og sjö sentimetra langa. Ekki hafa komið fram vísbendingar um hver var þarna að verki. Héraðsdýralæknir var kallaður til á sunnudag eftir að hestamaður varð var við grunsamlega áverka og óeðlilega blæðingu úr skeið hryssu. "Manni bregður nú við að sjá svona," segir Hjörtur. Hestamaðurinn var í útreiðartúr á svæðinu ásamt eiginkonu sinni þegar hann tók eftir blóðblettum aftan á lærum umræddrar hryssu. Eftir komu í hesthús skoðaði hann blettina, lyfti taglinu og uppgötvaði þá blæðingu úr skeiðinni. Við nánari athugun kom í ljós skurður í neðra skeiðaropi og einhvers konar búlga innar í skeið. Hafði viðkomandi þá samband við héraðsdýralækni. "Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig þessir áverkar gætu verið af völdum hryssunnar sjálfrar eða annarra dýra," segir Hjörtur og telur því að ekki sé um annað en mannaverk að ræða. Lögregla var kölluð til og tók myndir af áverkum. Hjörtur telur að á þeim tíma hafi áverkarnir verið á bilinu 8 til 24 klukkustunda gamlir. "Ég legg til í skýrslu að þetta verði skráð sem meint dýraníð," segir Hjörtur. Enginn liggur undir grun um verknaðinn. Hjörtur hefur aldrei séð viðlíka áverka á hestum en segist hafa heyrt um það þegar hann var við nám í Svíþjóð að dæmi væri um að fólk misþyrmdi dýrum illilega, og þá jafnvel með eggvopni. 12. maí 2011 13:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Nokkrir yfirheyrðir vegna hestaníðs í Skagafirði Lögregla hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við hestaníðingsmál sem kom upp á einu þekktasta hrossabúi landsins fyrir skömmu. Þá fundust þrjár hryssur með skurði á kynfærum og á snoppu, en skurðirnir eru taldir vera af mannavöldum. 27. júní 2011 18:45
Lögreglan óskar eftir ábendingum vegna dýraníðs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir ábendingum frá almenningi vegna rannsóknar misþyrmingu á hryssu í hesthúsi við Heimsenda í Kópavogi. Atvikið varð 18. október síðastliðinn. 21. október 2011 20:32
Áríðandi að tilkynna níðið strax „Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi strax samband við lögreglu, sé minnsti grunur um að hryssum hafi verið misþyrmt.“ Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 25. október 2011 05:00
Hestaripperinn ófundinn Lögreglunni á Egilsstöðum hafa engar vísbendingar borist í tengslum við rannsókn á meintu dýraníði en í liðinni viku sá hestamaður þar tvo skurði á kynfærum hryssu sem taldir eru hafa verið veittir henni með eggvopni. Málið var kært til lögreglu en enginn liggur undir grun um níðið. Vísir greindi frá því fyrir helgi að hestamenn á svæðinu séu slegnir óhug vegna atviksins og finnist erfitt að ímynda sér að um manna verk hafi verið að ræða. Umráðamaður hryssunnar sagðist hreinlega ekki geta lýst því hversu ógeðslegt þetta mál sé. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kallaði til lögreglu eftir að honum var tilkynnt um áverkana og hefur hann aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. Hestamaðurinn sem fann áverkana óttast að þarna hafi verið um svokallaðan "hestaripper“ að ræða sem ráðist að saklausum dýrum og misþyrmi þeim. Lögreglu hafa engar aðrar tilkynningar borist um viðlíka áverka. 16. maí 2011 14:32
Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12
Óttast að hér sé "hestaripper" á ferð Hestamaðurinn sem uppgötvaði skurði á kynfærum hryssu um helgina hefur ritað greinargerð um fyrirbærið "hestaripper“ sem hann ætlar að koma til lögreglunnar á Egilsstöðum, lögreglumönnum til upplýsingar. Þá hefur hann einnig mælst til þess að greinargerðin verði hengd upp í hesthúsum þannig að hestaeigendur séu meðvitaðir um hættuna. Höfundur greinargerðarinnar heitir Ólafur Guðgeirsson og er heila- og taugaskurðlæknir. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. Eftir að Ólafur komst fann skurðina á hryssunni sökkti hann sér í þýskar fræðibækur, en sjálfur var hann við nám í Þýskalandi. Þar í landi gengu menn sem misþyrmdu hrossum á þennan hátt undir heitinu "pferderipper.“ "Þetta glæpsamlega tortímingaræði flokkast undir (zoosadisma) dýraníðingsskap. Í hópnum eru kvennaraðmorðingjar, en við yfirheyrslur margra þeirra í Þýskalandi er oft fyrri saga um dýraníðingsskap, raðáverka eða raðmorð. Einnig játuðu flestir að vera kvennahatarar,“ segir í greinrgerð Ólafs, en þar kemur fram að hann sækir fróðleik sinn til þýskra sérfræðinga. Ólafur segir að þegar í ljós kom að um áverka af mannavöldum var að ræða á hryssunni, eftir því sem komist er næst, hafi hann munað eftir fjölmiðlaumfjöllun um hestarippera frá námsárunum í Þýskalandi. "Þá var ákveðið að í stað þess að hlífa almenningi við þessum staðreyndum þá var fjallað um þetta opinskátt. Þannig væru meiri líkur á að níðingarnir kæmust í viðeigandi meðferð eða á bak við lás og slá,“ segir hann. Ólafur segir það ekki hafa verið tekið út með sældinni að lesa sér til um jafn viðurstyggilega hluti og dýraníð. "Það var hörmulegt að þurfa að vinna þetta. Ég gerði það með miklum stunum. Mér leið mjög illa meðan ég var að vinna úr þessu,“ segir hann. 12. maí 2011 14:33
Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04
Enn ein hryssan fyrir barðinu á dýraníðingi Enn ein hryssan varð fyrir barðinu á níðingi eða níðingum fyrr í vikunni er hún reyndist vera með djúpan skurð í leggöngum og annan minni á ytri kynfærum, þegar ódæðið komst upp. Málið var kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær. Er þetta fjórða níðingsmálið sem kært er til lögreglu á undanförnum mánuðum. 21. október 2011 07:00
Meint dýraníð: "Getur bara ekki lýst því hvað þetta er ógeðslegt" "Menn eru bara dofnir," segir umráðamaður hryssu sem talið er að hafi verið skorin í kynfærin með eggvopni. Honum var virkilega brugðið þegar hann fékk fregnir af því að grunur léki á dýraníðingur hafi ráðist á hryssuna og skorið í skeið hennar. "Maður getur bara ekki lýst því hvað þetta er ógeðslegt," segir hann. Vísir greindi frá því í gær að meint dýraníð hefði verið kært til lögreglunnar á Egilsstöðum eftir að tveir skurðir fundust í skeið hryssunnar, eins og sjö sentimetra langir. Lögreglan hefur engar vísbendingar fengið um hver hefur getað verið þarna að verki og er málið í rannsókn. Hestamenn á svæðinu eru slegnir óhug vegna atviksins og finnst erfitt að ímynda sér að þarna hafi í raun verið um mannanna verk að ræða. Tíðkast hefur víða á Héraði að hesthús séu ólæst en nú er svo komið að vegna ótta um öryggi hrossanna tryggja menn sérstaklega að hesthúsin séu læst. "Við erum farin að læsa hjá okkur," segir umráðamaður hryssunnar og tekur fram að það eigi við um fleiri hestamenn á svæðinu. Hryssan er á batavegi en hún var hin rólegasta við skoðun dýralæknis eftir að tilkynnt var um áverkana á sunnudag. Þá taldi læknir að áverkarnir væru um 8 til 24 tíma gamlir. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, sem hlúði að hryssunni eftir að tilkynnt var um áverkana, sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. 13. maí 2011 14:35
Skurðir á kynfærum hryssu - lögreglan kölluð til Lögð hefur verið fram kæra til lögreglunnar á Egilsstöðum um meint dýraníð eftir að áverkar, sem taldir eru af völdum eggvopns, fundust á innanverðum kynfærum hryssu. Þetta staðfestir Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum. Um er að ræða tvo skurði í skeið hryssunnar, eins og sjö sentimetra langa. Ekki hafa komið fram vísbendingar um hver var þarna að verki. Héraðsdýralæknir var kallaður til á sunnudag eftir að hestamaður varð var við grunsamlega áverka og óeðlilega blæðingu úr skeið hryssu. "Manni bregður nú við að sjá svona," segir Hjörtur. Hestamaðurinn var í útreiðartúr á svæðinu ásamt eiginkonu sinni þegar hann tók eftir blóðblettum aftan á lærum umræddrar hryssu. Eftir komu í hesthús skoðaði hann blettina, lyfti taglinu og uppgötvaði þá blæðingu úr skeiðinni. Við nánari athugun kom í ljós skurður í neðra skeiðaropi og einhvers konar búlga innar í skeið. Hafði viðkomandi þá samband við héraðsdýralækni. "Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig þessir áverkar gætu verið af völdum hryssunnar sjálfrar eða annarra dýra," segir Hjörtur og telur því að ekki sé um annað en mannaverk að ræða. Lögregla var kölluð til og tók myndir af áverkum. Hjörtur telur að á þeim tíma hafi áverkarnir verið á bilinu 8 til 24 klukkustunda gamlir. "Ég legg til í skýrslu að þetta verði skráð sem meint dýraníð," segir Hjörtur. Enginn liggur undir grun um verknaðinn. Hjörtur hefur aldrei séð viðlíka áverka á hestum en segist hafa heyrt um það þegar hann var við nám í Svíþjóð að dæmi væri um að fólk misþyrmdi dýrum illilega, og þá jafnvel með eggvopni. 12. maí 2011 13:28