Lífið

Enn reynir fólk að toppa Ellen

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Joan Collins, Ben Kingsley, Dominic West, Luke Evans, Jeremy Irons, Pixie Lott og fleiri stjörnur tóku svokallaða „selfie“- mynd af sér á viðburði í Bretlandi í gær.

Minnir myndin um margt á heimsfrægu „selfie“-myndina sem Óskarskynnirinn Ellen DeGeneres tók á Óskarsverðlaununum og varð til þess að Twitter lá niðri um tíma.

Sögur segja að hópurinn í Bretlandi hafi reynt að fá sjálfan Karl Bretaprins með á myndina en að hann hafi neitað kurteisislega.

Góð mynd.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×