„Hann kallaði mig helvítis útlending“ Baldvin Þormóðsson skrifar 16. mars 2014 19:00 Bessem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra og þeirri hættu sem þeir geta lent í. vísir/gva Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“ Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira