Innlent

Vinnufundur íbúa um endurhönnun Hofsvallagötu í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fundurinn verður haldinn í salnum Kötlu á Hótel Sögu milli kl. 17:15 og 18:45.
Fundurinn verður haldinn í salnum Kötlu á Hótel Sögu milli kl. 17:15 og 18:45.
Sérfræðingur hjá KPMG stýrir vinnufundi með íbúum um endurhönnun Hofsvallagötu í dag en áður mun fagfólk hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar kynna forsendur verkefnisins, samráðsferlið og hvernig það verður nýtt inn í hönnunina.

Fundurinn verður haldinn í salnum Kötlu á Hótel Sögu milli kl. 17:15 og 18:45. 

Hofsvallagata er skilgreind sem aðalgata í þessum hverfiskjarna í Vesturbænum en við endurhönnun slíkra gatna er horft til þarfa og öryggis hjólandi, gangandi og hreyfihamlaðra.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg er markmið breytinganna að draga úr hraða bílaumferðar, hávaða, bæta öryggi og loftgæði auk þess sem lýsing og umhverfi götunnar verður bætt.

Við endurgerð Hofsvallagötu verða bæði reinar fyrir bifreiðar og reiðhjól auk gangstétta. Þá verður fyrirkomulag bílastæða endurskoðað.

Starfsfólk frá Reykjavíkurborg mun sitja við öll vinnufundarborð og skrifa niður hugmyndir íbúa. Stór kort verða á borðunum þar sem íbúar geta merkt inn og skrifað hugmyndir og jafnvel teiknað. Stórar loftmyndir verða einnig á borðunum. Þemun á borðunum verða m.a. um öryggi, gróður, útilit og hönnun og aðgengi fyrir alla

Framkvæmdir við Hofsvallagötu síðastliðið haust kostuðu Reykjavíkurborg tæpar 18 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaðaráætlunin upp á 14,5 milljónir en tilboðin sem borgin fékk voru öll yfir þeirri tölu.

Framkvæmdirnar voru harðlega gagnrýndar á sínum tíma og voru íbúar í hverfinu margir hverjir ekki paránægðir. Nú er á stefnuskránni að breyta skipulaginu aftur.


Tengdar fréttir

Umferðarmerkingar gætu skapað vegfarendum hættu

Ekkert samráð var haft við Strætó bs. áður en þrenging Hofsvallagötu hófst í sumar. Þetta segir sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó og bendir á að umferðarteppur myndist á götunni.

Flögg og eyjur hverfa af Hofsvallagötu

Samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði að fjarlægja flögg og eyjur sem eru á Hofsvallagötu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að viðurkenna hefði átt mistök. Ósáttur íbúi segir að ganga hefði átt lengra og tvöfalda akreinar nærri ljósum.

Fundað vegna Hofsvallagötu

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu minnihlutans í borgarstjórn í gær um að boðað yrði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni.

Ber enn merki misskilnings

Hin skrautlega Hofsvallagata ber enn þess merki þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar spúluðu málningu af götunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×