Innlent

Breytingar á Hofsvallagötu kostuðu 18 milljónir

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Breytingar borgarinnar á Hofsvallagötu hafa verið nokkuð umdeildar.
Breytingar borgarinnar á Hofsvallagötu hafa verið nokkuð umdeildar. mynd/365
Framkvæmdir við Hofsvallagötu hafa kostað Reykjavíkurborg tæpar 18 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaðaráætlunin upp á 14,5 milljónir en tilboðin sem borgin fékk voru öll yfir þeirri tölu.

Lægsta tilboðið hljóðaði upp á rúmar 16 milljónir og var því tilboði tekið.

Það sem fellur undir þennan kostnað er meðal annars kostnaður vegna hönnunarinnar sem var 680 þúsund krónur, kostnaður vegna flagga og fuglahúsa var rúmar 3 milljónir króna en samkvæmt upplýsingum frá borginni fellur kostnaður vegna allra staura sem settir voru upp við götuna undir þann kostnaðarlið.

Kostnaður borgarinnar við sérfræðivinnu verktaka var 200 þúsund og bekkirnir kostuðu 180 þúsund.

Gróðurkassarnir kostuðu rúmar tvær milljónir króna en samkvæmt upplýsingum frá borginni hafa þeir verið skemmdir.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar sagði að það væri mjög miður að búið væri að skemma gróðurkassana. Hann sagði það í raun alveg ótrúlegt að þegar borgin geri eitthvað til að fegra umhverfið að þá sé það skemmt.

„Það er í gangi vinna með íbúum hverfisins við að gera þessar breytingar sem bestar. Vinnan stendur yfir og það stendur til að gera breytingar á þessum kafla Hofsvallagötu í samráði við íbúana,“ segir Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×