Innlent

Fundað vegna Hofsvallagötu

Valur Grettisson skrifar
Framkvæmdir á Hofsvallagötu eru vægast sagt umdeildar.
Framkvæmdir á Hofsvallagötu eru vægast sagt umdeildar.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu minnihlutans í borgarstjórn í gær um að boðað yrði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni.

Fyrst og fremst verður tilefni fundarins að kalla eftir samráði, hugmyndum og athugasemdum frá íbúum.

Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að umdeildum framkvæmdum við götuna yrði frestað þar til fundurinn hefði verið haldinn. Það var fellt á þeim forsendum að það yrði of kostnaðarsamt.


Tengdar fréttir

Umferðarmerkingar gætu skapað vegfarendum hættu

Ekkert samráð var haft við Strætó bs. áður en þrenging Hofsvallagötu hófst í sumar. Þetta segir sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó og bendir á að umferðarteppur myndist á götunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×