Innlent

Stal fyrsta bjórnum úr Fjölnishúsinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Bjórsala á Íslandi er 25 ára í dag, en banni við sölu bjórs var aflétt hér á landi þann 1. mars 1989. Íslendingar hafa verið duglegir í dag að segja á Twitter frá fyrsta bjórnum sem þeir drukku undir merkinu #bjór25.

Þrátt fyrir að bjór hafi lengi verið bannaður og ekki séu meira en 25 ár frá því að sala hans var leyfð er töluverður fjöldi af brugghúsum starfandi hér á landi.

Fyrst árið 1915 tók algert áfengisbann gildi hér á landi en árið 1908 var þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort stöðva ætti allan innflutning á áfengi. Bann þetta var létt og hert til skiptis allt til ársins 1989. Árið 1983 opnaði Gaukur á Stöng en var selt svokallað bjórlíki, sem var blandaður drykkur sem minnti á bjór. Hann var þó bannaður 1985. Í meira en hálfa öld var bjór með öllu bannaður hér á landi. Allar aðrar tegundir áfengis voru þó leyfilegar.

Sjá má Twitterfærslur undir merkinu #bjór25 hér að neðan.

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru Steinþór Helgi sem segir frá því að fyrsta bjórnum sem hann drakk, stal hann í Fjölnishúsniu. Þá segir Logi Bergman frá því að hafa unnið á Gauknum á bjórlíkisárunum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×