Innlent

Skálað og skatturinn ræddur

Bjarki Ármannsson skrifar
Skjöldur Sigurjónsson á Ölstofu Kormáks og Skjaldar tekur við bjórmottunum frá Skafta.
Skjöldur Sigurjónsson á Ölstofu Kormáks og Skjaldar tekur við bjórmottunum frá Skafta. Mynd/Styrmir Kári
„Við viljum fyrst og fremst fá smá bros framan í fólkið og fá það til að hugleiða aðeins,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda. Samtökin dreifa í dag sérstökum bjórmottum til veitinga- og skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur, í tilefni 25 ára afmælis bjórsölu á Íslandi. Á mottunum eru upplýsingar og áminningar um opinbera álagningu í bjórverði.

„Við vildum nota tækifærið til að ræða hvernig ríkið reynir að stýra neyslu með skattlagningu,“ segir Skafti. „Það er ekki ríkisins að stjórna því hvernig við lifum lífinu.“ Hugmyndina segir Skafti fengna frá svipaðri uppákomu í Bretlandi, en þar sé álagning á bjór þó minni en hérlendis. Hann segir samtökin ekki hafa fengið annað en jákvæð viðbrögð við uppátækinu.

„Við vildum gera þetta með skemmtilegum hætti,“ segir hann. „Ég sé ekki fyrir mér kröfugöngur eða mótmæli á Austurvelli,“ sagði Skafti.

Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Bjórmottunar, eða á Facebook.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×