Enski boltinn

Stórsigur hjá Kára og félögum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason lék allan tímann með liði Rotherham United sem vann 6-0 stórsigur á botnliði Notts County í ensku C-deildinni í fótbolta í dag.

Rotherham er í 5. sæti deildarinnar og svo gott sem búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Liðið er hinsvegar níu stigum á eftir Leyton Orient sem situr í öðru sæti sem gefur beint sæti upp í ensku b-deildina.

Haris Vuckic, slóvenskur lánsmaður frá Newcastle, skoraði tvö mörk fyrir Rotherham í dag en liðið var komið í 4-0 eftir hálftíma leik. Hin mörkin skoruðu þeir Kieran Agard, James Tavernier, Tom Hitchcock og Alex Revell.

Leikurinn í dag fór fram á heimavelli Rotherham United  sem heitir New York Stadium. Þar eru Kári og félagar núna búnir að vinna þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað jafnmörkum og þeir unnu í fyrstu fimmtán heimaleikjum tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×