Innlent

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn fannst í blóði sínu á Hverfisgötu.
Maðurinn fannst í blóði sínu á Hverfisgötu.
Tvær líkamsárasir voru einnig tilkynntar til lögreglu í nótt.

Klukkan 00:30 fékk maður hnefahögg í andlitið á skemmtistað við Laugaveg. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið með áverka á höfði en árásarmaðurinn er ófundinn.

Upp úr hálf fjögur var tilkynnt um mann sem lá á Grettisgötunni með blæðingu á höfði og átti í öndunarerfiðleikum.

Var maðurinn fluttur á slysadeild og árásarmaðurinn, karl á fertugsaldri, handtekinn skammt frá.

Bifreið var stöðvuð á Vesturlandsvegi kl. 22:00. Þar var á ferðinni karl á þrítugsaldri undir áhrifum amfetamíns á ótryggðri bifreið. Skráningarnúmer bílsins voru fjarlægð og maðurinn sendur í blóðsýnistöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×