Enski boltinn

Shaw sterklega orðaður við Chelsea

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Shaw hefur slegið í gegn í vetur
Shaw hefur slegið í gegn í vetur vísir/getty
Hinn 18 ára gamli vinstri bakvörður enska úrvalsdeildarliðsins Southampton Luke Shaw er sterklega orðaður við Chelsea en hann hefur verið orðaður við Manchester United í nokkurn tíma.

Bæði lið eru talin vera tilbúin að greiða 20 milljónir punda fyrir Shaw en nú greina fjölmiðlar á Englandi frá því að David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United sé tilbúinn að framlengja samning Patrice Evra og því horfi Shaw frekar til Chelsea.

Foreldrar Shaw búa í úthverfi London sem er stutt frá æfingasvæði Chelsea og hann er á mála hjá sömu umboðsskrifstofu og Ashley Cole.

Cole yfirgefur Chelsea í lok leiktíðar og mun umboðsskrifstofan, Stellar Group, hafa mikil áhrif á ákvörðun Shaw bjóði bæði félögin í hann næsta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.