Fótbolti

Héldu að leikmaðurinn væri látinn

Olaito er hér borinn af velli.
Olaito er hér borinn af velli. vísir/ap
Það fór um áhorfendur í Aþenu í gær þegar það leið yfir framherja Olympiakos, Michael Olaitan, í leik gegn Panathinaikos í gær.

Olaitan var á hlaupum fjarri boltanum er hann hné niður. Óttuðust margir að hann væri látinn enda lá hann hreyfingarlaus á vellinum.

Framherjinn náði meðvitund aftur áður en hann var fluttur á spítala. Ástand hans er stöðugt.

Það voru heldur betur læti í þessum Aþenuslag sem Panathinaikos vann 3-0. Stjóri Panathinaikos fór einnig í grasið er einhverju var kastað í hann úr stúkunni.

Olympiakos lagði Man. Utd í Meistaradeildinni, 2-0, á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×