Fótbolti

Tíu leikmenn Kasakstan tryggðu sér sigur

Mark Hólmberts í dag dugði ekki til.
Mark Hólmberts í dag dugði ekki til. vísir/arnþór
Íslenska U-21 árs liðið tapaði á grátlegan hátt, 3-2, gegn Kasakstan ytra í dag. Þetta var sjötti leikur liðsins í undankeppni EM.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög illa og lenti 2-0 undir eftir aðeins tólf mínútna leik. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Síðari hálfleikur var mun betri hjá íslenska liðinu. Hólmbert Aron Friðjónsson minnkaði muninn hálftíma fyrir leikslok og Hjörtur Hermannsson jafnaði sex mínútum síðar.

Ísland komst í góða stöðu fjórum mínútum fyrir leikslok er einn leikmaður Kasakstan var rekinn af velli.

Manni færri náðu heimamenn að skora sigurmark leiksins einni mínútu fyrir leikslok. Grátlegt eftir góða endurkomu og að vera manni fleiri.

Íslenska liðið er eftir sem áður í öðru sæti riðilsins með 12 stig. Kasakstan komst í níu stig með sigrinum í dag. Frakkar eru langefstir.

Ísland er búið að vinna fjóra leiki í riðlinum og tapa tveim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×