Fótbolti

Neymar skoraði þrennu fyrir Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar í leiknum í dag.
Neymar í leiknum í dag. Vísir/Getty
Neymar, framherji Barcelona, var í miklum ham í dag þegar Brasilíumenn unnu 5-0 stórsigur á Suður-Afríku í vináttulandsleik í Jóhannesarborg.

Neymar skoraði þrennu í leiknum en hin mörkin skoruðu Chelsea-maðurinn Oscar og Fernandinho hjá Manchester City. Þetta var önnur þrenna Neymar fyrir brasilíska landsliðið.

Luiz Felipe Scolari, þjálfari Brasilíumanna, stillti upp sínu sterkasta liði og heimamenn áttu fá svör við hinum frá Neymar.

Brasilíumenn voru komnir í 1-0 eftir tíu mínútur og voru 2-0 yfir í hálfleik. Mark í upphafi seinni hálfleiks gerði síðan endanlega út um leikinn.

Neymar hefur þar með skorað 30 mörk í aðeins 47 leikjum fyrir brasilíska landsliðið en strákurinn er enn bara 22 ára gamall. Hann skoraði annað og þriðja mark liðsins og innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma.

Neymar skoraði einnig þrennu í 8-0 sigri á Kína í september 2012.





Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×