Fótbolti

Keane framlengdi við LA Galaxy

Robbie Keane.
Robbie Keane. vísir/getty
Írski framherjinn Robbie Keane er enn að og það sem meira er þá er hann að gera með gott hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Keane er yngri en margur heldur, eða 33 ára, en hann hefur verið í herbúðum Galaxy síðan í ágúst árið 2011. Hann er búinn að skora 34 mörk í 55 leikjum í deildinni.

Galaxy-liðið hefur átt góðu gengi að fagna og vann deildina árin 2011 og 2012.

Keane er nú búinn að skrifa undir nýjan samning sem sagður er vera til næstu ára. Ekki er tekið sérstaklega fram hversu langur samningurinn sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×