Fótbolti

Elmar og félagar skoruðu jöfnunarmark undir lokin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Theodór Elmar spilaði landsleik á miðvikudaginn og deildarleik í dag.
Theodór Elmar spilaði landsleik á miðvikudaginn og deildarleik í dag. Mynd/Facebook
Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, var í byrjunarliði Randers gegn Vestsjælland er liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Heimamenn komust yfir með marki EdwardOfere á 60. mínútu KasperFisker jafnaðin metin fyrir gestina þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Theodór Elmar spilaði að vanda á miðjunni hjá Randers en hann byrjaði í stöðu hægri bakvarðar með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Wales á miðvikudaginn. Aðeins tveir dagar á milli leikja hjá honum.

Randers er með 25 stig í 9. sæti af 12 liðum í deildinni en Vestsjælland er sæti neðar með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×