Lífið

Þetta er stúlkan sem Jennifer datt á

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Það muna flestir eftir því sem fylgdust með Óskarsverðlaunahátíðinni síðustu helgi þegar leikkonan Jennifer Lawrence datt á rauða dreglinum. 

Jennifer náði að bjarga því sem bjargað varð með því að grípa í stúlku fyrir framan sig. Nú hefur það komið í ljós að stúlkan sem hún greip í er besta vinkona hennar, Laura Simpson.

Laura, sem starfar sem fyrirsæta, kynntist Jennifer fyrir sjö árum síðan. Hún lýsir því hvernig er að eiga fræga vini á bloggi sínu

"Loksins komum við á rauða dregilinn og þegar við komum út úr bílnum notar deitið mitt hárgreiðsluna mína til að draga úr fallinu. Margir smella af og það er fólk út um allt en samt spyr enginn mig hvort ég þurfi hjálp því maður er gjörsamlega ósýnilegur á Óskarnum nema maður sé frægur," skrifar Laura.

"Það er ekki skrýtið að stjörnur séu geðveikar. Á dreglinum er fullt af öskrandi aðdáendum og ljósmyndurum sem er bara sama um þig," bætir Laura við.


Tengdar fréttir

Hámaði í sig pítsu

Leikarinn Brad Pitt fékk sér hressingu á Óskarsverðlaunahátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.