Lífið

Ellen móðgaði goðsögn

Ellen og Liza Minnelli
Ellen og Liza Minnelli Vísir/Getty
Brandari Ellen DeGeneres á kostnað Lizu Minnelli á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð hefur vakið misjöfn viðbrögð. Lizu Minnelli fannst brandarinn ekki fyndinn.

„Ég held að hún hafi haldið að þetta yrði fyndið, en hún gleymdi alveg að stoppa eftir að hafa sagt þetta og segja að við værum vinkonur,“ segir hin 67-ára goðsögn, Liza Minnelli.

En hún var fljót að bæta við. 

„Ég held að hún hafi ekki meint neitt illt með orðum sínum. Hún er dásamleg.“

Ekki voru allir par sáttir með ummæli Ellenar á hátíðinni þar sem hún kallaði Lizu: bestu Liza Minnelli-eftirhermu sem hún hefði nokkurn tíma séð.

En Liza Minnelli hefur um langt skeið verið vinsæl fyrirmynd eftirhermna og dragdrottninga um allan heim.

„Vel gert, herra minn,“ sagði Ellen jafnframt.

Margir talsmenn LGBT-samfélagsins létu til sín taka á samfélagsmiðlum til þess að tjá skoðun sína á Minnelli brandaranum í kjölfarið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.