Fótbolti

Kolbeinn spilaði hálftíma í jafnteflisleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vísir/Getty
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik þegar Ajax gerði jafntefli við Cambuur á heimavelli sínum, Amsterdam Arena.

Siem de Jong kom Hollandsmeisturunum yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik, en Martijn Barto jafnaði þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og þar við sat.

Þegar 27 umferðum er lokið trónir Ajax á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar með 58 stig, sex stigum á undan Vitesse. Cambuur situr í 11. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×