Áætlun um afnám gjaldeyrishafta verður ekki birt Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2014 13:06 Forsætisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum Íslands að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði birt eða greint frá því hvenær höftin eiga að hverfa. vísir/pjetur/stefán Forsætisráðherra segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði ekki birt opinberlega, enda þjóni það ekki hagsmunum Íslands. Þá verði heldur ekki greint frá því hvenær gjaldeyrishöftin verði afnumin.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna spurði Sigmund Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra út í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vitnaði til orða ráðherrans í þeim efnum frá síðasta vori. „Og hæstvirtur forsætisráðherra hafði nokkur hreystileg ummmæli um það að ríkisstjórnin hyggðist hraða afnámi gjaldeyrishafta og boðaði að ný áætlun um afnám hafta myndi liggja fyrir í september á því ári, þ.e.a.s. í september síðast liðnum,“ sagði Steingrímur. Bloomberg fréttastofan hafi haft eftir forsætisráðherra að það myndi ekki taka langan tíma að klára þetta verk. „Og reyndar kom fram í sömu frétt að áætlunin myndi m.a. byggjast á persónulegum hugmyndum hæstvirts forsætisráðherra um það hvernig yrði í þetta farið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra segir Bloomberg ekki hafa haft rétt eftir honum. „Til dæmis varðandi það að afnámsáætlun ætti að byggjast á , eins og háttvirtur þingmaður orðaði það, að einhverju leiti á hugmyndum mínum. Hið rétta var að ég sagðist hafa einhverja hugmynd um hvernig slík afnámsáætlun myndi líklega líta út,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft verði sennilega ekki birt opinberlega. „Það þjónar ekki tilganginum að gera þá áætlun sem stjórnvöld hafa um afnám hafta opinbera. Gæti raunar miklu frekar þjónað hagsmunum vogunarsjóða og annara kröfuhafa til dæmis í slitabú bankanna. Svo það er ekki við því að búast að stjórnvöld muni útlista nákvæmlega hvernig þau sjá fyrir sér og hvenær að höftin verði afnumin,“ segir forsætisráðherra. „Það ríður ekki við einteyming óheppni hæstvirts forsætisráðherra í samskiptum við blaðamenn, af því að svörin eru eiginlega ævinlega þau að ekki hafi verið rétt eftir honum haft. Það er nokkur vandi, sagði Steingrímur J. Sigfússon og sagðist þá telja eðlilegt að gildandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði þá afnumin, þar sem Seðlabanki og fleiri ynnu eftir henni. ... sagði Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Forsætisráðherra segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði ekki birt opinberlega, enda þjóni það ekki hagsmunum Íslands. Þá verði heldur ekki greint frá því hvenær gjaldeyrishöftin verði afnumin.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna spurði Sigmund Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra út í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vitnaði til orða ráðherrans í þeim efnum frá síðasta vori. „Og hæstvirtur forsætisráðherra hafði nokkur hreystileg ummmæli um það að ríkisstjórnin hyggðist hraða afnámi gjaldeyrishafta og boðaði að ný áætlun um afnám hafta myndi liggja fyrir í september á því ári, þ.e.a.s. í september síðast liðnum,“ sagði Steingrímur. Bloomberg fréttastofan hafi haft eftir forsætisráðherra að það myndi ekki taka langan tíma að klára þetta verk. „Og reyndar kom fram í sömu frétt að áætlunin myndi m.a. byggjast á persónulegum hugmyndum hæstvirts forsætisráðherra um það hvernig yrði í þetta farið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra segir Bloomberg ekki hafa haft rétt eftir honum. „Til dæmis varðandi það að afnámsáætlun ætti að byggjast á , eins og háttvirtur þingmaður orðaði það, að einhverju leiti á hugmyndum mínum. Hið rétta var að ég sagðist hafa einhverja hugmynd um hvernig slík afnámsáætlun myndi líklega líta út,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft verði sennilega ekki birt opinberlega. „Það þjónar ekki tilganginum að gera þá áætlun sem stjórnvöld hafa um afnám hafta opinbera. Gæti raunar miklu frekar þjónað hagsmunum vogunarsjóða og annara kröfuhafa til dæmis í slitabú bankanna. Svo það er ekki við því að búast að stjórnvöld muni útlista nákvæmlega hvernig þau sjá fyrir sér og hvenær að höftin verði afnumin,“ segir forsætisráðherra. „Það ríður ekki við einteyming óheppni hæstvirts forsætisráðherra í samskiptum við blaðamenn, af því að svörin eru eiginlega ævinlega þau að ekki hafi verið rétt eftir honum haft. Það er nokkur vandi, sagði Steingrímur J. Sigfússon og sagðist þá telja eðlilegt að gildandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði þá afnumin, þar sem Seðlabanki og fleiri ynnu eftir henni. ... sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira