Enski boltinn

Magath: Við höldum okkur uppi

Felix Magath hefur aldrei áður stýrt liði á Englandi.
Felix Magath hefur aldrei áður stýrt liði á Englandi. Vísir/Getty
Felix Magath er ekki í vafa um að Fulham haldi sér uppi í úrvalsdeildinni. Liðið vermir botnsæti deildarinnar með 20 stig eftir 26 leiki, fjórum sætum frá öruggu sæti þegar 14 umferðir eru eftir.

„Ég er viss um að við náum að forðast fallið með þetta lið,“ sagði Magath á blaðamannafundi í dag.

Fulham heimsækir West Bromwich í fallbaráttuslag um helgina en Magath setur stefnuna á sex sigra í síðustu 14 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni.

Þjálfunaraðferðir Magaths hafa mikið verið ræddar í breskum miðlum eftir að Þjóðverjinn tók óvænt við liðinu síðastliðinn föstudag.

Hann lætur leikmenn sinna fyrir því en aðspurður út í þær og hvort þær virka sagði hann: „Spyrjið bara góða leikmenn eins og Raúl,“ en spænski markahrókurinn lék undir hans stjórn hjá Schalke.

Magath verður ekki með ReneMeulesteen sér við hlið á laugardaginn því hann var endanlega rekinn frá félaginu í vikunni. Hollendingurinn tók við starfinu af samlanda sínum MartinJol í nóvember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×