Björgunarsveitin Víkverji frá Vík í Mýrdal er nú á leið á Sólheimaheiði þar sem ferðafólk er í vanda.
Um er að ræða 11 manns sem voru á ferð í Econoline bifreið og misstu þeir hana út af veginum. Bíllinn er fastur og hallar mikið en þó ekki oltinn. Tveir bílar frá björgunarsveitinni eru á leið á staðinn og munu þeir flytja ferðafólkið til byggða.
Veður er vont á svæðinu, gengur á með skafrenningi og hvössum vindi.
Ferðafólk í vanda á Sólheimaheiði
