Enski boltinn

Agüero ætlar að spila úrslitaleik deildabikarsins

Sergio Agüero snýr brátt aftur.
Sergio Agüero snýr brátt aftur. Vísir/Getty
Sergio Agüero, framherji Manchester City, stefnir að því að byrja aftur að æfa í næstu viku og gæti verið klár í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley.

Argentínumaðurinn verður ekki klár í slaginn um helgina þegar City-menn mæta Stoke en hann er viss um að vera tilbúinn í slaginn fyrir úrslitaleikinn gegn Sunderland 2. mars.

„Tilfinningin góð eftir síðustu viku í endurhæfingu. Ef ég held svona áfram get ég æft með liðinu í næstu viku,“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína.

Agüero hefur verið frá keppni síðan hann tognaði aftan í læri í leik gegn Tottenham í lok janúar.

Þessi magnaði framherji er búinn að skora 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni og gefa fimm stoðsendingar í aðeins 17 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×