Enski boltinn

Wenger: Lokaumferðin verður mikilvæg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það lið sem muni sýna mestan stöðugleika til loka tímabilsins verði enskur meistari.

Aðeins fjögur lið skilja að efstu fjögur lið ensku úrvalsdeildarinnar en Arsenal er einu stigi á eftir toppliði Chelsea. Manchester City og Liverpool koma svo í humátt á eftir.

„Það lítur út fyrir að síðasti leikurinn muni ráða úrslitum,“ sagði Wenger í viðtali á heimasíðu Arsenal.

„Öll lið eiga erfiða og stóra leiki fram undan. Enska úrvalsdeildin er erfið fyrir öll lið þannig að við ætlum að einbeita okkur að okkar eigin frammistöðu.“

„Við ætlum að fara í hvern einasta leik af þeim ellefu sem eru eftir með því hugarfari að vinna. Þá á maður góðan möguleika,“ bætti Wenger við.

Leikir fjögurra efstu liðanna í lokaumferðinni 11. maí:

Cardiff - Chelsea

Liverpool - Newcastle

Manchester City - West Ham

Norwich - Arsenal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×