Enski boltinn

Rosicky verður áfram hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rosicky í leik með Arsenal.
Rosicky í leik með Arsenal. Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Tékkinn Tomas Rosicky muni senn skrifa undir nýjan samning.

Núverandi samningur Rosicky rennur út í sumar en kappinnn, sem er 33 ára gamall, hefur komið við sögu í 26 leikjum Arsenal á tímabilinu.

„Tomas Rosicky verður áfram. Við höfum náð samkomulagi við hann og það verður staðfest síðar. Ég tel það lykilatriði að hann verði áfram hjá félaginu,“ sagði Wenger.

Rosicky kom til Arsenal frá Borussia Dortmund árið 2006 en hefur ósjaldan glímt við meiðsli síðan hann kom til Lundúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×