Enski boltinn

Bikarsigrar hjá Hull og Charlton

Leikmenn Hull fagna í kvöld.
Leikmenn Hull fagna í kvöld. vísir/getty
Hull City og Charlton tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Hull skellti Brighton, 2-1, en þetta var annar leikur liðanna. Liðin urðu að mætast aftur þar sem fyrri leik liðanna lyktaði með jafntefli.

Robert Koren skoraði fyrir Hull og lagði einnig upp mark fyrir Curtis Davies. Leonardo Ulloa klóraði í bakkann fyrir Brighton. Hull mun spila gegn Sunderland í átta liða úrslitunum.

Charlton lagði Sheff. Wed, 1-2, á útivelli með mörkum frá Callum Harriott og Simon Church. Leon Best skoraði mark Miðvikudagsmanna. Charlton mætir Sheff. Utd í næstu umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×