Enski boltinn

Leikmenn verða að axla sína ábyrgð

Rooney og félagar.
Rooney og félagar. vísir/getty
David Moyes, stjóri Man. Utd, hefur þurft að þola mikla gagnrýni í vetur en Wayne Rooney segir að leikmenn þurfi einnig að taka á sig ábyrgð.

Man. Utd er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar einum fimmtán stigum á eftir toppliði Chelsea.

"Við leikmenn þurfum að taka ábyrgð á þessari stöðu liðsins. Við vitum að við erum betri en taflan sýnir og við vitum líka að við höfum ekki staðið okkur eins vel og við getum," sagði Rooney.

"Við vitum þetta allt og það særir okkur. Nú er mikilvægt að enda tímabilið af krafti og koma á smá skriði inn í næsta vetur. Það er mikilvægt að ná fjórða sætinu og standa sig vel í Meistaradeildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×