Enski boltinn

Jesús Navas: Getum unnið fernuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jesús Navas er bjartsýnn.
Jesús Navas er bjartsýnn. Vísir/Getty
„Við erum á lífi í baráttunni um alla bikarana,“ segir Jesús Navas, leikmaður Manchester City, sem leyfir sér að dreyma um sigur í öllum keppnum tímabilsins.

Manchester City í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Chelsea og á leik til góða. Það mætir Sunderland í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudaginn, B-deildarliði Wigan í átta liða úrslitum bikarkeppninnar en er vissulega 2-0 undir í baráttunni gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við erum með nógu gott lið til að eiga möguleika í öllum fjórum keppnunum. Við munum berjast þar til yfir lýkur. Það er mikið af leikjum eftir en það er vegna þess við erum enn með í öllum keppnum. Við kvörtum ekki yfir því,“ segir Spánverjinn sem er bjartsýnn á sigur gegn Barcelona Nývangi.

„Við getum farið til Barcelona og sýnt úr hverju við erum gerðir. Það er alveg möguleiki að fara þangað og gera góða hluti,“ segir Jesús Navas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×