Enski boltinn

Alfreð orðaður við Rubin Kazan

Eiríkur Stefán Á skrifar
Vísir/Getty
Rússneskir fjölmiðlar fullyrða að rússneska úrvalsdeildarfélagið Rubin Kazan hafi áhuga á að fá landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason.

Þetta kemur fram á rsport.ru en í frétt vefmiðilsins segir að þó nokkur bresk félög hafi lengi haft augastað á sóknarmanninum öfluga.

Alfreð er sagður kosta tíu milljónir evra, um einn og hálfan milljarð króna, en að Rubin geti boðið betri kjör en hann fengi í Bretlandi.

Rubin seldi sóknarmanninn Jose Salomon Rondon til Zenit St. Pétursborgar í lok janúar og er félagið því að leita að leikmanni til að fylla í hans skarð.

Félagaskiptaglugginn er lokaður víðast hvar í Evrópu en í Rússlandi er hann opinn til föstudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×