Stanslaus uppgangur í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2014 14:30 Elli Vignisson: Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn og öllum ber saman um það ... Samkvæmt nýrri uppfærslusögu eru íbúar Vestmannaeyja nú 4.276. „Ótrúlega gott að byrja á daginn þegar á skrifborðinu liggur blað sem sýnir að búsettir Eyjamenn eru nú orðnir 4276 hafa ekki verið svona margir síðan 2004,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Svo virðist sem smjér drjúpi af hvurju strái í Eyjum. Þar eru menn kampakátir.Stanslaus uppgangur frá 2006 Vísir spurði Elliða hvað valdi þessari miklu velsæld í Eyjum? Bæjarstjórinn segir Vestmannaeyjar nú hafa verið á uppleið frá 2006. „Tímabilið frá 1991 til 2006 var okkur Eyjamönnum erfitt. Þá var kvótakerfið að festa sig í sessi með gríðarlegri hagræðingarkröfu. Hagræðing merkir svo fækkun starfa beint við atvinnugreinina. Sjómönnum og landverkafólki fækkaði því mikið en í staðin fjölgaði starfsmönnum í afleiddum greinum svo sem opinberum eftirlitsiðnaði, rannsóknum, sölustörfum, markaðsmálum og fleira. Svo ósanngjarnt sem það er þá urðu þessi störf til í borginni og eftir sátum við á landsbyggðinni sem hráefnisframleiðendur,“ segir Elliði. Það er svo í kringum árið 2006 sem ákveðin viðspyrna næst. Þá fór að draga úr neikvæðri íbúaþróun og strax í kjölfarið að fjölga. „Hér í Eyjum er orðatiltæki sem segir að hlutirnir gerist fyrir neðan Strandveg og er þar vísað til þess að þegar vel gengur í sjávarútvegi þá gangi almennt vel hjá okkur. Það er mikill sannleikur í því. Upp úr 2006 fór að ganga betur í sjávarútvegi. Laun sjómanna hækkuðu og landverkafólk fékk meiri vinnu og þar með hærri laun. Þar við bætist að fyrirtæki hér í Eyjum hafa í auknum mæli verið að flytja afleidd störf til Vestmannaeyja. Þannig hefur til dæmis Vinnslustöðin flutt nánast alla sína sölu og markaðsvinnu til Vestmannaeyja. Sveitarfélagið notaði góðærið til að hagræða í eignarsafni sínu. Verðmætum eignum svo sem veitufyrirtæki var snúið í fjármagn og það notað í að greiða niður skuldir.“ Elliði segir að lántaka sveitarfélagsins hafi verið stöðvuð og eingöngu framkvæmt fyrir eign fé. Nú er sveitafélagið nánast skuldlaust. „Allra leiða var leitað í hagræðingu og hagræðingin sett í að auka þjónustu. Þannig hefur okkur Eyjamönnum tekist að snúa vörn í sókn. Mæling Capacent sýnir að þegar spurt er um þjónustu bæjarfélagsins eru Eyjamenn meðal þeirra ánægðustu á landinu öllu. Þegar það fer svo saman með góðu atvinnuástandi og stórbættum samgöngum svo sem Landeyjahöfn þá gengur vel og íbúm fjölgar.“Landsbyggðin borgar fyrir óráðssíuna Sé litið til annarra bæjarfélaga á landsbyggðinni skera Eyjar sig úr, bæjarstjórinn segir að hvergi hafi orðið eins dramatískur viðsnúningur á síðari árum og í Eyjum. „Vestmannaeyjar eru næst stærsti byggðarkjarninn á landsbyggðinni. Þegar frá er talið atvinnusvæði Reykjavíkur sem nær frá Reykjanesbæ, út í Árborg og upp á Akranes þá er eingöngu Akureyri stærri. Samt fækkaði hér um 20 prósent á árunum 1991 til 2006. Að því leyti skerum við okkur úr. Það gengur samt mjög víða vel á landsbyggðinni og er þar til að mynda hægt að líta til vel öflugra sveitarfélaga svo sem Fjarðabyggðar, Patreksfjarðar, Snæfellsbæjar, Grindavíkur og fleiri. Þar skiptir því miklu að við á landbyggðinni fáum meiri frið fyrir löngum fingrum skattayfirvalda sem sannarlega hafa gerst frek til fjárins á landsbyggðinni eftir hrun. Óhræddir hafa þingmennirnir flutt byrðarnar yfir á landsbyggðina þegar greiða þarf fyrir óráðssíuna sem sannarlega áttu sér ekki stað þar. Það hlýtur enda að vekja furðu þegar íbúum fækkar á svæðum þar sem skattálögur per íbúa eru langt yfir meðaltali. Krafa okkar er að skattheimta verði almennt minni og að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Þá mun landsbyggðin blómstra.“Eyjarnar einstakar á heimsvísu Það vantar ekkert uppá að bæjarstjórinn sé ánægður og blaðamaður asnast til að spyrja eins og barn: Af hverju vilja menn flytja til Eyja og fara hvergi? Hann sér strax eftir spurningunni því það rýkur úr blýantinum þegar hann byrjar að hripa niður eftir Elliða, sem fagnar þessari spurningu: „Vestmannaeyjar eru einstakt byggðalag, ekki bara hér á landi heldur á heimsvísu. Í viðbót við gott atvinnuástand, vel rekið bæjarfélag og mikla þjónustu þá er staðurinn og fólkið svo magnað. Hvar annarstaðar hefur það gerst að gos komi upp í byggð og í stað þess að gefast upp taki íbúarnir sig til og drepi í eldgosi og flytji svo aftur heim? Hvar gerist það að 1,3 prósent þjóðar eignist nýjan þjóðsöng á hverju ári eins og við gerum á hverri þjóðhátíð?“Ég veit það ekki... „Nei, þú veist það ekki. Hvar koma íþróttamenn saman fyrir leik og í stað þess að segja „berjumst“ þá segja þeir hátt og skýrt „Á sjó“? Hvar syngja íbúar um að lífið sé yndislegt og að hjartað slái fyrir heimabyggðina? Hvar er fólkið ætíð tilbúið til að leggja lykkju á leið sína fyrir bæinn sinn? Svarið er: Í Vestamannaeyjum. Hér höfum við verið í 1000 ár og við erum hvergi á því að gefast upp. Í þjóðhátíðarlaginu 1974 (fyrsta eftir gos) segir: „Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn og öllum ber saman um það, hér eigi það heima hér eigi það senn, heimsins fegursta stað“. Það átti við þá og núna árið 40 árum seinna á það enn við.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Samkvæmt nýrri uppfærslusögu eru íbúar Vestmannaeyja nú 4.276. „Ótrúlega gott að byrja á daginn þegar á skrifborðinu liggur blað sem sýnir að búsettir Eyjamenn eru nú orðnir 4276 hafa ekki verið svona margir síðan 2004,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Svo virðist sem smjér drjúpi af hvurju strái í Eyjum. Þar eru menn kampakátir.Stanslaus uppgangur frá 2006 Vísir spurði Elliða hvað valdi þessari miklu velsæld í Eyjum? Bæjarstjórinn segir Vestmannaeyjar nú hafa verið á uppleið frá 2006. „Tímabilið frá 1991 til 2006 var okkur Eyjamönnum erfitt. Þá var kvótakerfið að festa sig í sessi með gríðarlegri hagræðingarkröfu. Hagræðing merkir svo fækkun starfa beint við atvinnugreinina. Sjómönnum og landverkafólki fækkaði því mikið en í staðin fjölgaði starfsmönnum í afleiddum greinum svo sem opinberum eftirlitsiðnaði, rannsóknum, sölustörfum, markaðsmálum og fleira. Svo ósanngjarnt sem það er þá urðu þessi störf til í borginni og eftir sátum við á landsbyggðinni sem hráefnisframleiðendur,“ segir Elliði. Það er svo í kringum árið 2006 sem ákveðin viðspyrna næst. Þá fór að draga úr neikvæðri íbúaþróun og strax í kjölfarið að fjölga. „Hér í Eyjum er orðatiltæki sem segir að hlutirnir gerist fyrir neðan Strandveg og er þar vísað til þess að þegar vel gengur í sjávarútvegi þá gangi almennt vel hjá okkur. Það er mikill sannleikur í því. Upp úr 2006 fór að ganga betur í sjávarútvegi. Laun sjómanna hækkuðu og landverkafólk fékk meiri vinnu og þar með hærri laun. Þar við bætist að fyrirtæki hér í Eyjum hafa í auknum mæli verið að flytja afleidd störf til Vestmannaeyja. Þannig hefur til dæmis Vinnslustöðin flutt nánast alla sína sölu og markaðsvinnu til Vestmannaeyja. Sveitarfélagið notaði góðærið til að hagræða í eignarsafni sínu. Verðmætum eignum svo sem veitufyrirtæki var snúið í fjármagn og það notað í að greiða niður skuldir.“ Elliði segir að lántaka sveitarfélagsins hafi verið stöðvuð og eingöngu framkvæmt fyrir eign fé. Nú er sveitafélagið nánast skuldlaust. „Allra leiða var leitað í hagræðingu og hagræðingin sett í að auka þjónustu. Þannig hefur okkur Eyjamönnum tekist að snúa vörn í sókn. Mæling Capacent sýnir að þegar spurt er um þjónustu bæjarfélagsins eru Eyjamenn meðal þeirra ánægðustu á landinu öllu. Þegar það fer svo saman með góðu atvinnuástandi og stórbættum samgöngum svo sem Landeyjahöfn þá gengur vel og íbúm fjölgar.“Landsbyggðin borgar fyrir óráðssíuna Sé litið til annarra bæjarfélaga á landsbyggðinni skera Eyjar sig úr, bæjarstjórinn segir að hvergi hafi orðið eins dramatískur viðsnúningur á síðari árum og í Eyjum. „Vestmannaeyjar eru næst stærsti byggðarkjarninn á landsbyggðinni. Þegar frá er talið atvinnusvæði Reykjavíkur sem nær frá Reykjanesbæ, út í Árborg og upp á Akranes þá er eingöngu Akureyri stærri. Samt fækkaði hér um 20 prósent á árunum 1991 til 2006. Að því leyti skerum við okkur úr. Það gengur samt mjög víða vel á landsbyggðinni og er þar til að mynda hægt að líta til vel öflugra sveitarfélaga svo sem Fjarðabyggðar, Patreksfjarðar, Snæfellsbæjar, Grindavíkur og fleiri. Þar skiptir því miklu að við á landbyggðinni fáum meiri frið fyrir löngum fingrum skattayfirvalda sem sannarlega hafa gerst frek til fjárins á landsbyggðinni eftir hrun. Óhræddir hafa þingmennirnir flutt byrðarnar yfir á landsbyggðina þegar greiða þarf fyrir óráðssíuna sem sannarlega áttu sér ekki stað þar. Það hlýtur enda að vekja furðu þegar íbúum fækkar á svæðum þar sem skattálögur per íbúa eru langt yfir meðaltali. Krafa okkar er að skattheimta verði almennt minni og að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Þá mun landsbyggðin blómstra.“Eyjarnar einstakar á heimsvísu Það vantar ekkert uppá að bæjarstjórinn sé ánægður og blaðamaður asnast til að spyrja eins og barn: Af hverju vilja menn flytja til Eyja og fara hvergi? Hann sér strax eftir spurningunni því það rýkur úr blýantinum þegar hann byrjar að hripa niður eftir Elliða, sem fagnar þessari spurningu: „Vestmannaeyjar eru einstakt byggðalag, ekki bara hér á landi heldur á heimsvísu. Í viðbót við gott atvinnuástand, vel rekið bæjarfélag og mikla þjónustu þá er staðurinn og fólkið svo magnað. Hvar annarstaðar hefur það gerst að gos komi upp í byggð og í stað þess að gefast upp taki íbúarnir sig til og drepi í eldgosi og flytji svo aftur heim? Hvar gerist það að 1,3 prósent þjóðar eignist nýjan þjóðsöng á hverju ári eins og við gerum á hverri þjóðhátíð?“Ég veit það ekki... „Nei, þú veist það ekki. Hvar koma íþróttamenn saman fyrir leik og í stað þess að segja „berjumst“ þá segja þeir hátt og skýrt „Á sjó“? Hvar syngja íbúar um að lífið sé yndislegt og að hjartað slái fyrir heimabyggðina? Hvar er fólkið ætíð tilbúið til að leggja lykkju á leið sína fyrir bæinn sinn? Svarið er: Í Vestamannaeyjum. Hér höfum við verið í 1000 ár og við erum hvergi á því að gefast upp. Í þjóðhátíðarlaginu 1974 (fyrsta eftir gos) segir: „Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn og öllum ber saman um það, hér eigi það heima hér eigi það senn, heimsins fegursta stað“. Það átti við þá og núna árið 40 árum seinna á það enn við.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira