Enski boltinn

Ian Rush og John Barnes spila saman á ný á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool sem urðu síðast enskir meistarar árið 1990.
Leikmenn Liverpool sem urðu síðast enskir meistarar árið 1990. Vísir/Getty
Liverpool ætlar að minnast fórnarlamba Hillsborough-slyssins með sérstökum ágóðaleik á Anfield en í apríl verða 25 ár liðin síðan að 96 stuðningsmenn félagsins krömdust til bana á undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Liverpool gaf frá sér fréttatilkynningu um leikinn í dag en hann fer fram 21. apríl, kallast „The Celebration of the 96" og þar ætlar félagið að minnast fórnarlambanna sem urðu undir í troðningnum í Sheffield 15. apríl 1989.

Í leiknum munu mætast lið "heimamanna" þar sem Kenny Dalglish verður stjórinn en meðal leikmanna liðsins verða þeir Ian Rush, Robbie Fowler, Steve McManaman, John Barnes, David James og Jamie Carragher.

Þeir mæta liði "útlendinganna" en það verður skipað erlendum leikmönnum sem hafa spilað með Liverpool. Þar verða í aðalhlutverki leikmenn eins og Jan Molby, Dietmar Hamann, Vladimir Smicer, Luis Garcia og Stephane Henchoz en Gerard Houllier mun stýra því liði.

Forráðamenn leiksins ætla sér að búa til jákvæða og skemmtilega stemmningu en leikurinn er meðal annars hugsaður fyrir fjölskyldur fórnarlambanna sem fá þarna tækifæri til að halda upp á minningu ástvina sinna.

John Barnes og Ian Rush.Vísir/Getty
Vísir/Getty
Ian Rush og Kenny Dalglish.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×