Vincent Tan útskýrir sólgleraugun og hanskana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2014 14:30 Vincent Tan, eigandi Cardiff City. Vísir/Getty Vincent Tan, hinn umdeildi malaíski eigandi Íslendingaliðsins Cardiff City, er í viðtali á BBC í dag sem er fyrsta viðtalið sem hann hefur síðan að hann rak knattspyrnustjórann Malky Mackay. Tan telur sig ekki fá alveg sanngjarna meðferð í breskum fjölmiðlum og segist ekki vera vondur maður. „Einn daginn ertu hetja en þann næsta breytist þú í skúrk," sagði hinn 62 ára gamli Vincent Tan sem keypti Cardiff City í maí 2010. „Án mín þá hefði Cardiff farið á hausinn en í staðinn komst liðið upp í ensku úrvalsdeildina vegna minnar fjárfestingar," sagði Vincent Tan. „Ég er farinn að skipta mér meira af og ég trúi því að félagið verði í góðum málum undir minni forystu," sagði Tan en Cardiff situr í fallsæti þegar aðeins ellefu leikir eru eftir. „Sumir fjölskyldumeðlimir mínir vilja að ég fari og telja að þetta sé ekki þess virði. Þeir segja að fólk sé vanþakklátt. Maður verður samt að sýna þolinmæði, sætta sig við gagnrýnina og stundum jafnvel móðganir," sagði Tan. Tan vonast til að geta sagt stuðningsfólki Cardiff seinna sannleikann um af hverju hann rak Mackay en það geti ekki gerst á meðan mál milli félagsins og skoska stjórans er enn í réttarkerfinu. Tan segir það hinsvegar hafa verið mistök að ráða Malky Mackay á sínum tíma. Tan hefur vakið athygli fyrir sérstakan klæðnað í stúkunni en hann er alltaf með hanska og sólgleraugu. „Ég er með sólgleraugun til að verja mig fyrir bjarmanum frá flóðljósunum og ég er með hanskana af því að það er kalt í Bretlandi. Stundum held að fólk sé búið að missa vitið þegar það er að gera athugasemdir við þetta," útskýrir Tan. Það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Vincent Tan, hinn umdeildi malaíski eigandi Íslendingaliðsins Cardiff City, er í viðtali á BBC í dag sem er fyrsta viðtalið sem hann hefur síðan að hann rak knattspyrnustjórann Malky Mackay. Tan telur sig ekki fá alveg sanngjarna meðferð í breskum fjölmiðlum og segist ekki vera vondur maður. „Einn daginn ertu hetja en þann næsta breytist þú í skúrk," sagði hinn 62 ára gamli Vincent Tan sem keypti Cardiff City í maí 2010. „Án mín þá hefði Cardiff farið á hausinn en í staðinn komst liðið upp í ensku úrvalsdeildina vegna minnar fjárfestingar," sagði Vincent Tan. „Ég er farinn að skipta mér meira af og ég trúi því að félagið verði í góðum málum undir minni forystu," sagði Tan en Cardiff situr í fallsæti þegar aðeins ellefu leikir eru eftir. „Sumir fjölskyldumeðlimir mínir vilja að ég fari og telja að þetta sé ekki þess virði. Þeir segja að fólk sé vanþakklátt. Maður verður samt að sýna þolinmæði, sætta sig við gagnrýnina og stundum jafnvel móðganir," sagði Tan. Tan vonast til að geta sagt stuðningsfólki Cardiff seinna sannleikann um af hverju hann rak Mackay en það geti ekki gerst á meðan mál milli félagsins og skoska stjórans er enn í réttarkerfinu. Tan segir það hinsvegar hafa verið mistök að ráða Malky Mackay á sínum tíma. Tan hefur vakið athygli fyrir sérstakan klæðnað í stúkunni en hann er alltaf með hanska og sólgleraugu. „Ég er með sólgleraugun til að verja mig fyrir bjarmanum frá flóðljósunum og ég er með hanskana af því að það er kalt í Bretlandi. Stundum held að fólk sé búið að missa vitið þegar það er að gera athugasemdir við þetta," útskýrir Tan. Það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira