Innlent

Matthías Bjarnason látinn

VÍSIR/VALLI
Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, er látinn, 92 ára að aldri.

Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun. Kona Matthíasar var Kristín Ingimundardóttir. Hún lést 2003. Þau eignuðust tvö börn, Auði og Hinrik, fædd 1945 og 1946.

Matthías varð tvívegis ráðherra, fyrst á kjörtímabilinu 1974 til 1978 þegar hann var sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og aftur 1983 til 1987 þegar hann var fyrst heilbrigðis-, tryggingamála- og samgönguráðherra og síðan samgöngu- og viðskiptaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×