Innlent

Til Íslands í fyrsta sinn

„Við erum að klára hundrað þætti núna og Latibær verður nú aðgengilegur um 500 milljónum heimila um allan heim,“ segir Magnús Scheving.

„Okkur fannst því mikilvægt að sýna hvar Íþróttaálfurinn fær orkuna sína og það er úr íslenska vatninu,“ segir Magnús.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði ferðast Íþróttaálfurinn til Íslands þar sem hann sækir vatn á ekki ómerkari stað en í Vatnajökul.

„Já Eyjafjallajökull var svo skítugur að við fórum bara beint í Vatnajökulinn,“ segir Magnús.

„Það eina sem við þurfum að passa uppá núna er þessi auðlind okkar, sem hreina vatnið er. Við megum ekki fara illa með vatnið okkar svo Íþróttaálfurinn missi ekki orkuna sína.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×