Innlent

MH vann sögulegan sigur á MR í Gettu betur

Stefán Árni Pálsson skrifar
MH-ingar eru komnir í úrslit Gettu betur.
MH-ingar eru komnir í úrslit Gettu betur. mynd/skjáskot af vefsíðu RÚV
Menntaskólinn við Hamrahlíð vann sögulegan sigur, 29-27, á Menntaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld.

MR-ingar hafa verið í úrslitum keppninnar síðan árið 2006 en í ár verður breyting á. MH vann MR síðast í Gettu betur árið 1992.

MH mætir annaðhvort Borgarholtsskóla eða Menntaskólanum á Akureyri  í úrslitum en skólarnir eigast við í síðari undanúrslitaviðureigninni 7. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×