Enski boltinn

Ég hef aldrei séð Wenger svona reiðan

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsenal fékk væna flengingu frá Liverpool um síðustu helgi og skal því engan undra að stjóri Arsenal, Arsene Wenger, hafi verið brjálaður út í leikmenn sína.

Þeir voru 4-0 undir eftir aðeins 20 mínútna leik á Anfield og töpuðu leiknum að lokum 5-1.

"Stjórinn var miður sín í hálfleik og það var fullkomlega eðlilegt. Ég hef aldrei séð hann eins reiðan," sagði Mikel Arteta, leikmaður Arsenal.

"Nú erum við búnir að fá tvo skelli í vetur. Það er ekkert við því að gera og við verðum að bregðast við á réttan hátt."

Man. City skellti Arsenal 6-3 fyrr í vetur. Þá svaraði Arsenal með því að taka 20 af næstu 24 mögulegum stigum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×