Þrír sigrar í röð hjá West Ham - öll úrslit kvöldsins í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2014 19:45 James Collins fagnar hér marki sínu. Vísir/Getty West Ham vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Norwich. Southampton vann 1-0 útisigur á Hull City. Cardiff City og West Bromich Albion gerðu bæði jafntefli en komust samt ekki upp úr fallsæti í kvöld.James Collins og Mohamed Diamé tryggði West Ham 2-0 sigur á Norwich City með mörkum á síðustu sex mínútum leiksins en Diamé lagði upp fyrra markið fyrir Collins og skoraði síðan það síðara sjálfur. West Ham hefur nú unnið þrjá síðustu deildarleiki sína 2-0, fyrst á móti Swansea City, svo á móti Aston Villa og loks á móti Norwich City í kvöld. West Ham sluppu þó vel í kvöld því Norwich-liðið fékk fullt af færum í leiknum.Það þurfti marklínutæknina til að skera út um hvort það var José Fonte eða Rickie Lambert sem skoraði sigurmark Southampton í 1-0 sigri á Hull City. Southampton hefur nú leikið sex leiki í röð án þess að tapa. Eina mark leiksins kom eftir mikla stórskotahríð að marki Hull. Steve Harper, markvörður Hull, varði þrisvar áður en Lambert kom boltanum í netið en þegar betur var á gáð þá tókst honum ekki að halda þriðja skotinu utan marklínunnar. José Fonte átti það skot og fær því markið skráð á sig en það var einmitt hann sem hóf þessa miklu skothríð Southampton.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var ekki í hópnum hjá Ole Gunnari Solskjær þegar Cardiff City gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Leikurinn opnaðist mikið á lokamínútunum og fengu þá bæði lið fín tækifæri til að tryggja sér öll stigin. Hvorugu liðinu tókst hinsvegar að skora og bæði sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í fallbaráttunni.Chelsea tókst ekki að ná fjögurra stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld því liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion. Victor Anichebe tryggði West Brom stig á móti toppliðinu þegar hann skoraði jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Fram að því leit út fyrir að Branislav Ivanovic ætlaði að verða hetja Chelsea á ný en hann kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Cardiff City - Aston Villa 0-0Hull City - Southampton 0-1 0-1 José Fonte (69.)West Ham - Norwich City 2-0 1-0 James Collins (84.), 2-0 Mohamed Diamé (90.+4).West Bromwich Albion - Chelsea 1-1 0-1 Branislav Ivanovic (48.), 1-1 Victor Anichebe (87.) Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
West Ham vann sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Norwich. Southampton vann 1-0 útisigur á Hull City. Cardiff City og West Bromich Albion gerðu bæði jafntefli en komust samt ekki upp úr fallsæti í kvöld.James Collins og Mohamed Diamé tryggði West Ham 2-0 sigur á Norwich City með mörkum á síðustu sex mínútum leiksins en Diamé lagði upp fyrra markið fyrir Collins og skoraði síðan það síðara sjálfur. West Ham hefur nú unnið þrjá síðustu deildarleiki sína 2-0, fyrst á móti Swansea City, svo á móti Aston Villa og loks á móti Norwich City í kvöld. West Ham sluppu þó vel í kvöld því Norwich-liðið fékk fullt af færum í leiknum.Það þurfti marklínutæknina til að skera út um hvort það var José Fonte eða Rickie Lambert sem skoraði sigurmark Southampton í 1-0 sigri á Hull City. Southampton hefur nú leikið sex leiki í röð án þess að tapa. Eina mark leiksins kom eftir mikla stórskotahríð að marki Hull. Steve Harper, markvörður Hull, varði þrisvar áður en Lambert kom boltanum í netið en þegar betur var á gáð þá tókst honum ekki að halda þriðja skotinu utan marklínunnar. José Fonte átti það skot og fær því markið skráð á sig en það var einmitt hann sem hóf þessa miklu skothríð Southampton.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var ekki í hópnum hjá Ole Gunnari Solskjær þegar Cardiff City gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Leikurinn opnaðist mikið á lokamínútunum og fengu þá bæði lið fín tækifæri til að tryggja sér öll stigin. Hvorugu liðinu tókst hinsvegar að skora og bæði sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í fallbaráttunni.Chelsea tókst ekki að ná fjögurra stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld því liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion. Victor Anichebe tryggði West Brom stig á móti toppliðinu þegar hann skoraði jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Fram að því leit út fyrir að Branislav Ivanovic ætlaði að verða hetja Chelsea á ný en hann kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Cardiff City - Aston Villa 0-0Hull City - Southampton 0-1 0-1 José Fonte (69.)West Ham - Norwich City 2-0 1-0 James Collins (84.), 2-0 Mohamed Diamé (90.+4).West Bromwich Albion - Chelsea 1-1 0-1 Branislav Ivanovic (48.), 1-1 Victor Anichebe (87.)
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira