Sport

Ólympíuleikarnir 2014 | Samantekt frá degi 4

Í lok hvers keppnisdags á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí verður allt það helsta gert upp í samantektarþætti hér á Vísi og Stöð 2 Sport. Nú er komið að keppni á degi fjögur.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson hefur umsjón með þættinum sem hefst klukkan 22.00. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Ólympíumeistarar voru krýndir í eftirtöldum greinum í dag:

Eltiganga í skíðaskotfimi kvenna: Darya Domracheva, Hvíta-Rússlandi

Sprettganga karla: Ola Vigen Hattestad, Noregi

Sprettganga kvenna: Maiken Caspersen Falla, Noregi

Slopestyle kvenna í skíðafimi: Dara Howell, Kanada

Baksleðakeppni kvenna: Natalie Geisenberger, Þýskalandi

Skíðastökk kvenna af minni palli: Carina Vogt, Þýskalandi

500 metra skautahlaup kvenna: Lee Sang-hwa, Suður-Kóreu

Hálfpípukeppni á snjóbrettum karla: Iouri Podladtchikov, Sviss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×